Innherji
Forstjóri Stoða gagnrýnir stjórnvöld fyrir ákvörðunarfælni í orkumálum
Forstjóri eins stærsta fjárfestingafélagsins landsins gagnrýnir stjórnvöld fyrir ákvörðunarfælni í orkumálum og segir ríkisstjórnina virðast vera sátta með að fylgja þeirri stefnu að vona að „þetta reddist“ þótt ljóst sé að ekki er til næg orka í kerfinu. Hann vonar að jákvæð viðbrögð stjórnmálamanna við sölunni á Kerecis marki „vitundarvakningu“ um mikilvægi erlendrar fjárfestingar sem sé forsenda þess að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar meðan lífeyrissjóðirnir horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana í sínum fjárfestingum.
Vægi skráðra hlutabréfa VÍS helmingast á tveimur árum
VÍS skilaði hagnaði upp á rúmlega 840 milljónir á öðrum fjórðungi sem má rekja til þess að virði eignarhlutar tryggingafélagsins í Kerecis var fært upp um liðlega 100 prósent vegna sölunnar til Coloplast. Félagið fjárfesti í ótryggðum skuldabréfum á Arion banka í erlendri mynt á fjórðungnum þar sem það taldi álagið á bréfin vera orðið „óhóflega hátt.“
Vantrú fjárfesta á fyrirætlunum stjórnenda Kviku er mikil, segir forstjóri Stoða
Einn stærsti hluthafi Kviku banka segir það hafa verið „vonbrigði“ að fallið var frá viðræðum um samruna við Íslandsbanka enda sé mikilvægt að ná fram meiri hagræðingu í rekstri íslenskra fjármálafyrirtækja, einkum þeirra smærri. Að mati Stoða er samanlagt virði einstaka eininga Kviku nú „mun hærra“ en markaðsvirði samstæðunnar og brýnir forstjóri fjárfestingafélagsins stjórnendur bankans til að „skoða allar leiðir“ hvernig megi vinna úr þeim verðmætum.
Ari Helgason: Fjárfestingar vísisjóða í loftlagstækni farið hratt vaxandi
Fjárfestingar vísisjóða hafa aukist hvað mest á undanförnum tveimur til þremur árum á sviði loftlagstækni. Hluti af tækifærinu við að stofna vísisjóð í London sem einblínir á loftlagsmál er að evrópskum fyrirtækjum á þessum vettvangi vantar meira fé og stuðning til að vaxa. Það er mun meira fjármagn í Bandaríkjunum til að dreifa á þessu sviði, segir Ari Helgason, einn af stofnendum vísisjóðsins Transition.
Verðmæti Blikastaðalandsins „ótrúlega hátt hlutfall“ af markaðsvirði Arion
Forstjóri Stoða furðar sig á því hversu lítinn gaum fjárfestar virðast gefa fyrir þau „gríðarlegu verðmæti“ sem felast í Blikastaðalandinu fyrir Arion en fjárfestingafélagið er langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segir verðlækkanir og óróa á innlendum mörkuðum á árinu „nær eingöngu“ skýrast af neikvæðum fréttum af Marel og Alvotech, tveimur verðmætustu félögunum í Kauphöllinni.
Innflutningur þotueldsneytis frá Indlandi aukist hröðum skrefum
Viðskiptaþvinganir Vesturveldanna gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í ársbyrjun 2022 hafa valdið mikilli uppstokkun í viðskiptum með hrávörur á alþjóðamörkuðum, meðal annars í kaupum Íslendinga á þotueldsneyti, að sögn hagfræðings. Hlutdeild fyrri birgja, sem voru einkum Bandaríkin, Bretland og Noregur, hefur þannig fallið hratt á sama tíma og Indland er farið að sjá Íslandi fyrir um fjórðungi alls þess þotueldsneytis sem var flutt til landsins á einu ári.
Sértækir skattar á íslenska banka þrisvar sinnum hærri en hvalrekaskattur Ítala
Sértækir skattar á íslenska banka eru þrisvar sinnum hærri en Ítalir áforma að leggja einu sinni á sína banka í formi svokallaðs hvalrekaskatts. Hafa ber í huga að arðsemi íslenskra banka er almennt minni en í nágrannalöndum okkar. „Það er ekki ofurhagnaður hjá íslenskum bönkum og þeir eru skattlagðir í meira mæli en erlendis,“ segir hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja.
Rafmyntasjóðurinn Viska með 23 prósenta ávöxtun á fyrsta starfsári
Ávöxtun rafmyntasjóðsins Visku nam 23 prósent á fyrsta starfsári sínu sem lauk í júní. „Það hefur sýnt sig að varfærin nálgun okkar og stífar kröfur gagnvart mótaðilum eru að skila árangri,“ segja stjórnendur sjóðsins. Fjölmargir rafmyntasjóðir hafi lent illa í því síðastliðið ár og hætt starfsemi í ljósi erfiðra markaðsaðstæðna. „Að okkar mati er það versta yfirstaðið og útlitið fyrir næstu ár er afar spennandi.“
Spáir yfir 15 prósenta arðsemi hjá Arion og hækkar verðmat á bankann
Útlit er fyrir að Arion banki muni skila vel yfir 15 prósent arðsemi á eigið fé á árinu 2023 á grunni væntinga um hærri vaxtamun og meiri vaxtatekna en áður var spáð, að mati hlutabréfagreinenda, sem varar samt við því að virðisrýrnun útlána eigi eftir að aukast talsvert á næstunni. Verðmat bankans hefur verið hækkað nokkuð en uppgjör Arion á öðrum ársfjórðungi, sem var lítillega yfir spám greinenda, er sagt hafa verið „drullufínt.“
Lífeyrissjóðir ekki lánað meira til heimila frá því fyrir faraldurinn
Hröð umskipti eru að verða á íbúðalánamarkaði þar sem hlutdeild bankanna er orðin hverfandi á sama tíma og lífeyrissjóðirnir, sem bjóða hægstæðari lánakjör um þessar mundir, eru farnir að auka talsvert umsvif sín. Hrein ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila í júní voru þau mestu í einum mánuði frá því fyrir faraldurinn í upphafi ársins 2020 en sjóðirnir hafa lánað um helmingi meira en bankarnir á fyrri árshelmingi 2023.
Hlutabréfasjóðir halda stöðu sinni þrátt fyrir verðfall Alvotech
Þrátt fyrir talsverða lækkun á gengi bréfa Alvotech frá því um miðjan aprílmánuð er stór hluti umsvifamestu hlutabréfasjóða landsins enn með íslenska líftæknilyfjafyrirtækið sem sína stærstu eign. Hlutabréfasjóðurinn Akta Stokkur, sem hefur minnkað nokkuð að stærð samhliða verðlækkunum á mörkuðum og innlausnum frá sjóðsfélögum, hefur veðjað hlutfallslega mest á Alvotech og er með nálægt 30 prósentum af eignum sjóðsins bundið í bréfum félagsins.
Skila betri arðsemi en íslensku bankarnir vegna stóraukinna vaxtatekna
Helstu bankarnir á hinum Norðurlöndunum skiluðu í flestum tilfellum umtalsvert betri arðsemi en íslensku viðskiptabankarnir á fyrri árshelmingi sem má einkum rekja til þess að hreinar vaxtatekjur þeirra jukust mun meira og vaxtamunur fór hækkandi. Bankastjóri Arion hefur sagt að vegna meðal annars strangari eiginfjárkrafna þurfi íslensku bankarnir að viðhalda hærri vaxtamun en aðrir norrænir bankar til að ná viðunandi arðsemi á eigið fé.
„Stóra spurningin“ er hvað Icelandair ætlar að gera með sterka sjóðstöðu
Útlit er fyrir að Icelandair muni fara langt með að skila nærri hundrað milljóna Bandaríkjadala rekstrarhagnaði á árinu 2023, um fimmfalt meira en í fyrra, að sögn hlutabréfagreinenda sem verðmetur félagið um 50 prósentum yfir núverandi markaðsgengi. Sjóðstaða Icelandair, sem nemur um 75 prósentum af markaðsvirði flugfélagsins, hefur aldrei verið sterkari en stjórnendur segja að ekki standi til að nýta þá fjármuni til að greiða hraðar niður skuldir.
JP Morgan lækkar verðmat sitt á Marel vegna útlits fyrir lakari afkomu
Eftir að stjórnendur Marels þurftu að falla frá yfirlýstu markmiði sínu um að ná 14 til 16 prósenta framlegðarhlutfalli í lok þessa árs hafa greinendur bandaríska stórbankans JP Morgan lækkað nokkuð verðmat sitt á íslenska félaginu enda þótt þeir telji það engu að síður verulega undirverðlagt á markaði. Bankinn spáir því að framlegðarhlutfallið á árinu 2023 verði undir tíu prósentum.
Lífeyrissjóðir keyptu breytanleg bréf á Alvotech fyrir um þrjá milljarða
Rúmlega fjörutíu fjárfestar, meðal annars að stórum hluta íslenskir lífeyrissjóðir, komu að kaupum á breytanlegum skuldabréfum útgefnum af Alvotech upp á samtals meira en níu milljarða króna í lokuðu útboði sem kláraðist um liðna helgi. Með þeirri fjármögnun, ásamt einnig fjárfestingu lyfjarisans Teva fyrir jafnvirði um fimm milljarða í skuldabréfum með breytirétti í hlutafé Alvotech, hefur íslenska líftæknilyfjafélagið tryggt rekstur og áframhaldandi fjárfestingar í þróun hliðstæðulyfja vel inn á næsta ár.
Útflæði úr sjóðum tæplega tvöfaldast á milli ára
Samfellt hreint útflæði var úr helstu verðbréfasjóðum á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst það talsvert á milli ára samtímis erfiðu árferði á fjármálamörkuðum sem einkenndist af þrálátri verðbólgu og hækkandi vaxtastigi. Innlausnir fjárfesta í hlutabréfa- og blönduðum sjóðum var samanlagt um 13 milljarðar og næstum tvöfaldaðist á fyrri árshelmingi þessa árs.
Íslenskir fjárfestar kaupa breytanleg bréf á Alvotech fyrir um níu milljarða
Íslenska líftæknilyfjafélagið Alvotech hefur klárað hundrað milljóna Bandaríkjadala útboð, jafnvirði 13,2 milljarða íslenskra króna, á breytanlegum skuldabréfum sem var beint að hæfum fjárfestum á Íslandi. Fjárfestingafélag Róberts Wessman, sem er stærsti hluthafi Alvotech og hafði sölutryggt útboðið, kaupir skuldabréf fyrir tæplega 30 milljónir dala en afgangurinn er seldur innlendum fjárfestum.
Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun
Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað.
Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum
Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi.
Verðtryggð fyrirtækjalán sækja í sig veðrið eftir fjögurra ára dvala
Hagtölur gefa vísbendingu um að íslensk fyrirtæki séu í auknum mæli að velja verðtryggð lán eftir verulegar uppgreiðslur á slíkum lánum á árunum 2019 til 2022.
Eftir tímabil hægagangs hjá Marel hefur komið kröftugur vöxtur
Fjóra ársfjórðunga í röð hafa pantanir verið með minna móti (e. soft) hjá Marel. Það gerðist síðast árið 2009 að pantanir voru ekki ýkja miklar fjóra fjórðunga í röð. Í kjölfarið jukust pantanir um 21 prósent á tólf mánuðum. Pantanir voru dræmar þrjá fjórðunga í röð á árunum 2013-2014. Að þeim tíma liðnum jukust pantanir líka mikið á næstu tólf mánuðum, upplýsti forstjóri Marels á afkomufundi með fjárfestum.
Umframfé Arion allt að 24 milljarðar en útgreiðsla háð matsfyrirtækjum
Arion banki bindur vonir við að eiginfjárkröfur fjármálaeftirlitsins annars vegar og erlendra matsfyrirtækja hins vegar muni leita í sama horf sem mun gera bankanum kleift að greiða út umfram eigið fé, sem er metið á bilinu 15-25 milljarðar króna, til hluthafa.
Uppgjör Marels var undir væntingum greinenda
Afkoma Marels var undir væntingum greinenda á flesta mælikvarða. Mótteknar pantanir voru þó tæplega tveimur prósentum yfir meðaltalsspá. Engu að síður hafa stjórnendur Marels lækkað afkomuspá sína fyrir fjórða ársfjórðung en það var líka gert á sama tíma fyrir ári. Gengi Marels hefur lækkað um þrjú prósent það sem af er degi í Kauphöll.
Taprekstur kísilversins á Bakka versnaði milli ára
Taprekstur kísilvers PCC á Bakka jókst verulega milli ára þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hefðu meira en tvöfaldast. Stjórnendateymið hefur nú þegar hrint í framkvæmd rekstraráætlun sem miðar að því að bæta reksturinn.
Gildi bað Helgu Hlín um að bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka
Helga Hlín Hákonardóttir, ráðgjafi hjá Strategíu, segir að lífeyrissjóðurinn Gildi sem sé næststærsti hluthafi Íslandsbanka hafi óskað eftir því að hún myndi bjóða sig fram í stjórn bankans. Helga Hlín er ekki á lista sem tilnefningarnefnd mælir með að taki í sæti í stjórn Íslandsbanka. „Það er um að gera að rödd næststærsta hluthafans fái að heyrast,“ segir hún um framboð sitt og nefnir að ábendingar um nafn hennar hafi borist til tilnefningarnefndar frá fleirum en Gildi.
Þrettán fjárfestar draga Gamma fyrir dóm vegna meintra blekkinga
Hópur þrettán fjárfesta, þar á meðal Stefnir, Lífsverk og fjárfestingafélagið Gnitanes, hefur höfðað mál á hendur Gamma Capital Management, dótturfélags Kviku banka, vegna þess hvernig staðið var að rekstri sjóðsins GAMMA:ANGLIA, sem fjárfesti í fasteignaþróunarverkefnum í Bretlandi. Fjárfestahópurinn segir Gamma meðal annars hafa blekkt fjárfesta með því að upplýsa ekki um að sjóðurinn hafi verið vanfjármagnaður frá upphafi, fjárfest langt um efni fram og handstýrt gengi hlutdeildarskírteina.
Verðmetur Ölgerðina töluvert yfir markaðsvirði og uppgjör yfir væntingum
Nýtt verðmat á Ölgerðinni er 29 prósentum hærra en markaðsvirði félagsins. Engu að síður er verðkennitala miðað við verðmatið „umtalsvert“ lægri en gengur og gerist erlendis. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs var lítillega yfir væntingum hlutabréfagreinanda.
Ríkur vilji meðal hluthafa að koma kaupaukum á fót
Kaupaukakerfið sem fasteignafélagið Kaldalón hefur komið á fót er í samræmi við „ríkan vilja“ hluthafa eins og kom fram á síðasta aðalfundi félagsins. Þetta segir Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, í samtali við Innherja.
Frosti Sigurjónsson býður sig fram í stjórn Íslandsbanka
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, býður sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka. Hann er ekki á lista yfir þá sem tilnefningarnefnd mælir með að sitji í stjórn bankans. Frosti segir að þegar honum bárust þau tíðindi hafi hann upplýst nefndina að hann vilji engu að síður vera í framboði enda séu það hluthafar sem velji stjórn en tilnefningarnefnd komi með tillögur. Hann hefur vakið athygli stjórnenda lífeyrissjóða á framboði sínu. „Lokaákvörðun er hjá hluthöfum.“
Spá 50 punkta vaxtahækkun vegna stöðunnar á vinnumarkaði
Þrátt fyrir það að árstaktur verðbólgunnar hafi lækkað þrjá mánuði í röð er líklegasta niðurstaðan á næsta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að nefndin hækki vexti um 50 punkta. Þetta er mat skuldabréfamiðlunar Arion banka sem bendir á að Seðlabankinn geti ekki horfti fram hjá því að vinnumarkaðurinn er enn á „yfirsnúningi“.