Innlent Bein útsending: Ójöfnuður á Stór-Reykjavíkursvæðinu - hver er staðan? Opið málþing um félagslegt landslag fer fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Yfirskrift málþingsins er Ójöfnuður á Stór-Reykjavíkursvæðinu - hver er staðan? Málþingið hefst klukkan 9.00 og verður einnig hægt að fylgjast með málþinginu í streymi hér að neðan. Innlent 5.1.2024 09:47 Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. Innlent 5.1.2024 08:55 Fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Hafnarfjarðarvegi Bílvelta varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Innlent 5.1.2024 08:06 „Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera“ Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis og fyrsti varaformaður BSRB, segir ekkert samráð hafa verið haft við heildarsamtök opinberra starfsmanna í tengslum við yfirstandandi viðræður Samtaka atvinnulífsins og nokkurra leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar. Innlent 5.1.2024 06:37 Sambíóin „verði að girða sig í brók“ og fá nýja lyftu Sigrún María Óskarsdóttir segir að Sambíóin á Akureyri verði að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. Innlent 4.1.2024 23:32 Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. Innlent 4.1.2024 22:53 Bjartsýnn fyrir fund með stjórnvöldum á morgun Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vongóður fyrir fund verkalýðsforystunnar með stjórnvöldum á morgun. Forsætisráðherra boðaði verkalýðsforystuna til fundarins. Innlent 4.1.2024 22:31 Skaupinu hafi tekist að forðast stærsta álitamálið í þætti Hemma Heimspekingurinn Henry Alexander Henrysson segir gríðarlega mikilvægt að rætt sé um hvað sé gert með svokallaða deepfake-tækni og við hvaða aðstæður hún sé notuð. Innlent 4.1.2024 21:31 Skjálftinn þýði lítið sem ekki neitt Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir ekki tímabært að ræða varnargarða við bæinn þrátt fyrir að eldfjallafræðingar segja það skynsamlegast. Jarðeðlisfræðingur segir stóran skjálfta sem varð í gær, í raun og veru þýða lítið sem ekki neitt. Innlent 4.1.2024 20:00 Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. Innlent 4.1.2024 19:30 Nýr slökkvibíll á Bíldudal styttir viðbragðstíma Slökkviliðið á Bíldudal fékk afhentan nýjan slökkvibíl í desember. Nýi bíllinn kemur til með að stytta viðbragðstíma slökkviliðsins og bæta starfsumhverfi og öryggi slökkviliðsmanna. Innlent 4.1.2024 18:50 MAST íhugar að kæra Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara Hátt í þrjú hundruð frávik hafa orðið hjá fyrirtækjum í land- og sjóvkvíeldi hér á landi á síðustu þremur árum og þar af teljast ríflega sextíu alvarleg. Matvælastofnun íhugar að kæra fyrirtækið Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara vegna tveggja alvarlegra mála. Innlent 4.1.2024 18:30 Fluglitakóði færður í gulan yfir Grímsvötnum Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur verið færður upp í gulan eftir að sex skjálftar yfir einum mældust á einum klukkutíma nærri Grímsvötnum. Skjálftahrinan byrjaði rétt rúmlega fjögur í dag og var stærsti skjálftinn um 1,6 að stærð. Innlent 4.1.2024 18:02 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. Innlent 4.1.2024 18:01 Salthrúgur á tólf stöðum í borginni Hægt er að nálgast salt til hálkuvarna á tólf stöðum í Reykjavík. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en verulega erfiðar aðstæður hafa skapast síðustu daga í borginni og er mikil hálka á bæði götum og göngustígum borgarinnar. Innlent 4.1.2024 17:38 Átján prósenta verðhækkun ólíðandi að mati bæjarstjóra HS veitur segja að skortur á raforku í landinu hafi leitt til 18 prósenta verðhækkunar á heitu vatni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri segir ekkert í hendi um að ríkið komi til móts við Eyjamenn. Innlent 4.1.2024 16:44 Skip Samherja fékk heimsstyrjaldarsprengju í trollið Ísfisktogarinn Björg EA 7, sem er gerður út af Samherja, fékk í gær hluta úr breskri sprengju í veiðafæri sín þegar skipið var á veiðum á Rifsbanka, norður af Melrakkasléttu. Innlent 4.1.2024 15:51 Mátti synja meintum nasista um inngöngu í lögregluskólann Umboðsmaður Alþingis hefur með áliti lagt blessun sína yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manni um inngöngu í starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í ákvörðun sinni leit Ríkislögreglustjóri meðal annars til þess að starfsfólk framhaldsskóla, sem maðurinn gekk í, hafi lýst yfir áhyggjum af ummælum hans um múslima og að hann væri hliðhollur nasistum. Innlent 4.1.2024 15:17 Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. Innlent 4.1.2024 14:51 Gæsluvarðhald vegna skotárásar framlengt Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem hleyptu af skotum inni í íbúð í Hafnarfirði á aðfangadegi hefur verið framlengt um eina viku. Innlent 4.1.2024 14:45 Sprautaði kryddvökva úr heimagerðu vopni í andlit leigubílstjóra Karlmaður með langan sakaferill hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta á leigubílstjóra, sem og önnur minniháttar brot. Innlent 4.1.2024 14:34 „Við erum bara að vinna vinnuna“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að fundað sé stíft í Karphúsinu og sú staða verði áfram næstu daga. Breiðfylking stéttarfélaga og SA nálgist verkefnið af mikilli einlægni. Innlent 4.1.2024 14:24 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. Innlent 4.1.2024 13:31 Óboðinn í jarðarför fjölskyldumeðlims og var tilkynntur til lögreglu Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að embætti ríkislögreglustjóra beri að veita manni aðgang að afriti símtals til neyðarlínunnar. Fyrir liggur að maðurinn er viðfang símtalsins, en í úrskurðinum kemur fram að hann hafi mætt óboðinn í jarðarför og dóttir hinnar látnu hafi tilkynnt hann til lögreglu vegna þess. Innlent 4.1.2024 13:28 Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. Innlent 4.1.2024 13:28 „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. Innlent 4.1.2024 12:51 Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Innlent 4.1.2024 11:45 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um ástandið á Landspítalanum en yfirlæknir segist vart muna annað eins, slíkt sé álagið. Innlent 4.1.2024 11:37 Fullur efasemda um faðerni sextíu árum síðar 85 ára karlmaður búsettur í Kópavogi hefur stefnt fyrrverandi eiginkonu sinni og syni fyrir dóm. Hann véfengir að hann sé faðir skráðs sonar síns og vill fá það viðurkennt fyrir dómi. Innlent 4.1.2024 11:30 Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. Innlent 4.1.2024 11:08 « ‹ 323 324 325 326 327 328 329 330 331 … 334 ›
Bein útsending: Ójöfnuður á Stór-Reykjavíkursvæðinu - hver er staðan? Opið málþing um félagslegt landslag fer fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Yfirskrift málþingsins er Ójöfnuður á Stór-Reykjavíkursvæðinu - hver er staðan? Málþingið hefst klukkan 9.00 og verður einnig hægt að fylgjast með málþinginu í streymi hér að neðan. Innlent 5.1.2024 09:47
Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. Innlent 5.1.2024 08:55
Fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Hafnarfjarðarvegi Bílvelta varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Innlent 5.1.2024 08:06
„Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera“ Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis og fyrsti varaformaður BSRB, segir ekkert samráð hafa verið haft við heildarsamtök opinberra starfsmanna í tengslum við yfirstandandi viðræður Samtaka atvinnulífsins og nokkurra leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar. Innlent 5.1.2024 06:37
Sambíóin „verði að girða sig í brók“ og fá nýja lyftu Sigrún María Óskarsdóttir segir að Sambíóin á Akureyri verði að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. Innlent 4.1.2024 23:32
Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. Innlent 4.1.2024 22:53
Bjartsýnn fyrir fund með stjórnvöldum á morgun Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vongóður fyrir fund verkalýðsforystunnar með stjórnvöldum á morgun. Forsætisráðherra boðaði verkalýðsforystuna til fundarins. Innlent 4.1.2024 22:31
Skaupinu hafi tekist að forðast stærsta álitamálið í þætti Hemma Heimspekingurinn Henry Alexander Henrysson segir gríðarlega mikilvægt að rætt sé um hvað sé gert með svokallaða deepfake-tækni og við hvaða aðstæður hún sé notuð. Innlent 4.1.2024 21:31
Skjálftinn þýði lítið sem ekki neitt Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir ekki tímabært að ræða varnargarða við bæinn þrátt fyrir að eldfjallafræðingar segja það skynsamlegast. Jarðeðlisfræðingur segir stóran skjálfta sem varð í gær, í raun og veru þýða lítið sem ekki neitt. Innlent 4.1.2024 20:00
Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. Innlent 4.1.2024 19:30
Nýr slökkvibíll á Bíldudal styttir viðbragðstíma Slökkviliðið á Bíldudal fékk afhentan nýjan slökkvibíl í desember. Nýi bíllinn kemur til með að stytta viðbragðstíma slökkviliðsins og bæta starfsumhverfi og öryggi slökkviliðsmanna. Innlent 4.1.2024 18:50
MAST íhugar að kæra Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara Hátt í þrjú hundruð frávik hafa orðið hjá fyrirtækjum í land- og sjóvkvíeldi hér á landi á síðustu þremur árum og þar af teljast ríflega sextíu alvarleg. Matvælastofnun íhugar að kæra fyrirtækið Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara vegna tveggja alvarlegra mála. Innlent 4.1.2024 18:30
Fluglitakóði færður í gulan yfir Grímsvötnum Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur verið færður upp í gulan eftir að sex skjálftar yfir einum mældust á einum klukkutíma nærri Grímsvötnum. Skjálftahrinan byrjaði rétt rúmlega fjögur í dag og var stærsti skjálftinn um 1,6 að stærð. Innlent 4.1.2024 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. Innlent 4.1.2024 18:01
Salthrúgur á tólf stöðum í borginni Hægt er að nálgast salt til hálkuvarna á tólf stöðum í Reykjavík. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en verulega erfiðar aðstæður hafa skapast síðustu daga í borginni og er mikil hálka á bæði götum og göngustígum borgarinnar. Innlent 4.1.2024 17:38
Átján prósenta verðhækkun ólíðandi að mati bæjarstjóra HS veitur segja að skortur á raforku í landinu hafi leitt til 18 prósenta verðhækkunar á heitu vatni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri segir ekkert í hendi um að ríkið komi til móts við Eyjamenn. Innlent 4.1.2024 16:44
Skip Samherja fékk heimsstyrjaldarsprengju í trollið Ísfisktogarinn Björg EA 7, sem er gerður út af Samherja, fékk í gær hluta úr breskri sprengju í veiðafæri sín þegar skipið var á veiðum á Rifsbanka, norður af Melrakkasléttu. Innlent 4.1.2024 15:51
Mátti synja meintum nasista um inngöngu í lögregluskólann Umboðsmaður Alþingis hefur með áliti lagt blessun sína yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manni um inngöngu í starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í ákvörðun sinni leit Ríkislögreglustjóri meðal annars til þess að starfsfólk framhaldsskóla, sem maðurinn gekk í, hafi lýst yfir áhyggjum af ummælum hans um múslima og að hann væri hliðhollur nasistum. Innlent 4.1.2024 15:17
Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. Innlent 4.1.2024 14:51
Gæsluvarðhald vegna skotárásar framlengt Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem hleyptu af skotum inni í íbúð í Hafnarfirði á aðfangadegi hefur verið framlengt um eina viku. Innlent 4.1.2024 14:45
Sprautaði kryddvökva úr heimagerðu vopni í andlit leigubílstjóra Karlmaður með langan sakaferill hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta á leigubílstjóra, sem og önnur minniháttar brot. Innlent 4.1.2024 14:34
„Við erum bara að vinna vinnuna“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að fundað sé stíft í Karphúsinu og sú staða verði áfram næstu daga. Breiðfylking stéttarfélaga og SA nálgist verkefnið af mikilli einlægni. Innlent 4.1.2024 14:24
Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. Innlent 4.1.2024 13:31
Óboðinn í jarðarför fjölskyldumeðlims og var tilkynntur til lögreglu Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að embætti ríkislögreglustjóra beri að veita manni aðgang að afriti símtals til neyðarlínunnar. Fyrir liggur að maðurinn er viðfang símtalsins, en í úrskurðinum kemur fram að hann hafi mætt óboðinn í jarðarför og dóttir hinnar látnu hafi tilkynnt hann til lögreglu vegna þess. Innlent 4.1.2024 13:28
Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. Innlent 4.1.2024 13:28
„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. Innlent 4.1.2024 12:51
Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Innlent 4.1.2024 11:45
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um ástandið á Landspítalanum en yfirlæknir segist vart muna annað eins, slíkt sé álagið. Innlent 4.1.2024 11:37
Fullur efasemda um faðerni sextíu árum síðar 85 ára karlmaður búsettur í Kópavogi hefur stefnt fyrrverandi eiginkonu sinni og syni fyrir dóm. Hann véfengir að hann sé faðir skráðs sonar síns og vill fá það viðurkennt fyrir dómi. Innlent 4.1.2024 11:30
Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. Innlent 4.1.2024 11:08