Erlent

Danir banna kóranbrennur

Danska þingið samþykkti í dag lög sem banna „óviðeigandi meðferð“ á trúarritum. Fjöldi hægri öfgamanna hefur brennt trúarrit múslima, Kóraninn, á götum úti síðustu misseri. 

Erlent

Fujimori laus úr fangelsi

Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, hefur verið sleppt eftir að hafa afplánað rúmlega fimmtán ár í fangelsi.

Erlent

Biden til­búinn að lúffa fyrir Repúblikönum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili.

Erlent

Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra.

Erlent

Allt leikur á reiði­skjálfi

Hart er barist á vígvellinum á Gasa og herma fréttir að Ísraelsher sé enn að herða sóknina. Skriðdrekasveitir eru að færast nær þremur borgum, Khan Younis í suðri og Jabalia og Shuja'iya í norðri. Barist er á götum Khan Younis, stærstu borgar í suðurhluta Gasastrandarinnar, en stjórnvöld í Ísrael fullyrða að leiðtogar Hamas samtakanna haldi þar til.

Erlent

Boris John­son bað Breta af­sökunar

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, bað Breta afsökunar vegna þjáninga þeirra í heimsfaraldri COVID-19 í upphafi vitnaleiðslna sem hófust yfir honum í dag. Hann segir að hann hefði ekki tekið öðruvísi ákvarðanir í dag.

Erlent

Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara

Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað.

Erlent

Saka Trump um að hafa æst fólk til of­beldis

Saksóknarar á vegum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segja Donald Trump, fyrrverandi forseta, hafa ítrekað logið um úrslit kosninganna 2020 og æst stuðningsmenn sína til ofbeldis.

Erlent

Skaut mann á tæp­lega fjögurra kíló­metra færi

Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni.

Erlent

Fundu níu lík til við­bótar á Marapi

Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 

Erlent

Sendi­herra sakaður um að njósna fyrir Kúbu

Manuel Rocha, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Bólivíu, hefur verið ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir leyniþjónustu Kommúnistaflokksins á Kúbu. Hann er sakaður um að hafa njósnað fyrir Kúbumenn í áratugi eða allt frá árinu 1981.

Erlent