Erlent

Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja

Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu.

Erlent

ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku.

Erlent

Öryggisfulltrúar handteknir eftir námuslysið í Síberíu

Lögreglumenn í Síberíu handtóku tvo öryggisfulltrúa sem eru grunaðir um glæpsamlega vanrækslu eftir að fleiri en fimmtíu manns fórust í kolanámu í Kemerovo-héraði í gær. Slysið er eitt það versta sinnar tegundar frá því á tímum Sovétríkjanna.

Erlent

Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum

Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara.

Erlent

Frakkar af­lýsa flótta­manna­fundi með Bretum vegna bréfs John­sons

Innanríkisráðherra Frakka hefur aflýst fyrirhuguðum fundi með kollega sínum frá Bretlandi þar sem ræða átti flóttamannamálin á Ermarsundi. Ástæðan mun vera bréf sem Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sendi Emmanuel Macron Frakklandsforseta þar sem þess er krafist að Frakkar taki aftur við því fólki sem kemst yfir Ermarsundið til Bretlands.

Erlent

Fleiri fóru yfir Ermarsundið í dag og tala látinna hækkar

Fleiri Farand- og flóttamenn hafa lagt leið sína yfir Ermarsundið við erfiðar aðstæður í dag. Það er degi eftir að minnst 27 drukknuðu eftir að loftið fór úr slöngubát þeirra á Ermarsundinu. Meðal þeirra sem dóu voru ólétt kona og minnst þrjú börn.

Erlent

Tilnefnir Andersson á nýjan leik

Forseti sænska þingsins hefur aftur tilnefnt Magdalenu Andersson, formann sænskra Jafnaðarmanna, sem nýjan forsætisráðherra landsins. Atkvæðagreiðslan mun fara fram í sænska þinginu næsta mánudag.

Erlent

Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann

Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts.

Erlent

Squid Game smyglari dæmdur til dauða

Karlmaður, sem smyglaði afritum af vinsælu Netflix-þáttunum Squid Game til Norður-Kóreu, hefur verið dæmdur til dauða. Upp komst um manninn eftir að stjórnvöld gómuðu gagnfræðiskólanema við að horfa á þættina.

Erlent

Kelfing og bráðnun vegna sjávar aldrei meiri á Grænlandi

Grænlandsjökull tapaði um 166 milljörðum tonna af ís frá september í fyrra til ágúst á þessu ári, tuttugasta og fimmta árið í röð sem jökullinn tapaði meiri ís en hann bætti við sig. Aldrei hefur verið meira massatap vegna kelfingar og bráðnun af völdum hlýsjávar en í ár.

Erlent

Mildaður dómur í barnaníðsmáli vekur reiði

Áfrýjunardómstóll á Indlandi hefur mildað dóm yfir manni sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa neytt tíu ára dreng til að hafa við sig munnmök. Dómurinn féll degi áður en hæstiréttur landsins felldi úr gildi dóm þar sem maður hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn tólf ára stúlku þar sem „húð mætti ekki húð“.

Erlent

MeToo mætt af hörku í Kína

Yfirvöld í Kína hafa mætt MeToo hreyfingunni af hörku. Þegar tennisstjarnan Peng Shuai sakaði einn af valdamestu mönnum Kommúnistaflokks Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, og hvarf í kjölfarið, vakti það gífurlega athygli á heimsvísu.

Erlent

Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun

Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi.

Erlent

Engar á­kærur vegna smita í skíða­bænum Ischgl

Saksóknari hefur tekið ákvörðun um að ákæra ekki vegna fjölda Covid-smita í skíðabænum Ischgl í Austurríki. Níu einstaklingar, þar af fjórir embættismenn, höfðu verið til rannsóknar eftir þúsundir ferðamanna smituðust af kórónuveirunni í bænum.

Erlent

Tólf á­kærðir vegna Kar­dashian ránsins í París

Tólf hafa verið ákærðir vegna ráns sem framið var í íbúð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í París árið 2016. Rannsókn málsins hefur tekið rúmlega fimm ár en yfirvöld í Frakklandi gefa ekki upp hvenær til standi að taka málið til meðferðar.

Erlent

Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti

Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. 

Erlent