Erlent

OJ Simpson laus allra mála

Fótboltmaðurinn fyrrverandi og leikarinn OJ Simpson er frjáls maður, þrettán árum eftir að hann var sakfelldur fyrir vopnað rán. 

Erlent

Fara í hart gegn öfga­hópum vegna á­rásarinnar á þing­húsið

Ríkissaksóknari Washington DC hefur höfðað mál gegn öfgahópunum Proud Boys og Oath Keepers vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Karl A Racine ætlar að nota lög sem samin voru til að sporna gegn Ku Klux Klan til að krefjast bóta frá samtökunum vegna þess skaða sem unninn var í árásinni og vegna árása á lögregluþjóna þann dag.

Erlent

Hafa loks náð saman um níu mánuði eftir kosningar

Hollensku stjórnmálaflokkarnir sem hafa starfað saman í stjórn frá árinu 2017 hafa loks náð saman um framhald stjórnarsamstarfsins, um níu mánuði eftir þingkosningarnar. Samkomulagið gerir það að verkum að forsætisráðherrann Mark Rutte mun stýra landinu sitt fjórða kjörtímabil.

Erlent

Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron

Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. 

Erlent

Støj­berg dæmd í sex­tíu daga fangelsi

Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni.

Erlent

Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum

Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega.

Erlent

„Ó­hugsandi harm­leikur“

Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri.

Erlent

Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist

Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst.

Erlent

Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út

Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út.

Erlent