Erlent NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. Erlent 20.11.2024 15:38 Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Taílensk kona sem myrti fjórtán vini sína og kunningja með því að byrla þeim blásýru var dæmd til dauða í Bangkok í dag. Hún er sögð hafa drepið fólkið til að komast undan skuldum sem hrönnuðust upp vegna spilafíknar hennar. Erlent 20.11.2024 14:21 Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Marine Le Pen, leiðtogi hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakar saksóknara um að reyna að dæma hana til pólitísks dauða í fjársvikamáli á hendur henni. Þá hótar hún því að fella minnihlutastjórn Michels Barnier. Erlent 20.11.2024 12:30 Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka er á meðal þrettán frambjóðenda sem bítast um fjögur sæti miðborgar Dyflinnar á írska þinginu. Hann var nýlega sýknaður af aðild að morði sem hratt af stað gengjastríði árið 2016. Erlent 20.11.2024 09:42 Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið þeim fimm milljónir dala sem frelsar gísl úr prísund sinni á Gasa. Þá lofar hann því að viðkomandi og fjölskylda hans fái að yfirgefa Gasa og komast í öruggt skjól. Erlent 20.11.2024 08:03 Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sarah McBride, fyrsta trans manneskjan til að vera kjörin á bandaríska þingið, sætir nú aðför af hálfu kollega sinna en fulltrúadeildarþingmaðurinn Nancy Mace frá Suður-Karólínu hyggst leggja fram tillögur að reglum um að banna trans konum að nota baðherbergi og skiptiklefa þinghússins fyrir konur. Erlent 20.11.2024 07:18 Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, hefur valið Lindu McMahon til að verða næsti menntamálaráðherra Bandaríkjanna. Mahon er milljarðamæringur og þekktust fyrir að vera einn af stofnendum World Wrestling Entertainment (WWE). Erlent 20.11.2024 06:47 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. Erlent 19.11.2024 19:22 Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. Erlent 19.11.2024 14:59 Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. Erlent 19.11.2024 11:51 Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. Erlent 19.11.2024 08:46 Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Lögregla í norsku höfuðborginni Osló handtók í gær Marius Borg Høiby, stjúpson Hákonar krónprins, á ný, nú vegna vegna gruns um nauðgun. Erlent 19.11.2024 07:50 Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Ráðist var gegn bílalest 109 flutningabifreiða á vegum Sameinuðu þjóðanna í gær, sem voru að flytja hjálpargögn til Gasa. Ökumenn 97 bíla voru neyddir til að afhenda byssumönnum hjálpargögnin skömmu eftir að hafa ekið um Karem Shalom hliðið. Erlent 19.11.2024 07:27 Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Tugur einstaklinga hefur verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi fyrir að taka þátt í forkjöri sem efnt var til í aðdraganda þingkosninga í Hong Kong árið 2000. Erlent 19.11.2024 06:55 Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virtist í dag staðfesta að hann ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og nota bandaríska herinn til að vísa farand- og flóttafólki, sem hefur ekki heimild til að vera í Bandaríkjunum, úr landi. Erlent 18.11.2024 15:54 Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. Erlent 18.11.2024 13:48 Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun. Erlent 18.11.2024 13:30 Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. Erlent 18.11.2024 11:10 Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Magn fersksvatns á jörðinni hefur ekki komist í fyrra horf eftir að það tók dýfu fyrir rúmum tíu árum samkvæmt gervihnattamælingum. Ekki er talið tilviljun að hnignun ferskvatnsforðans eigi sér stað þegar níu af síðustu tíu árum voru þau hlýjustu sem um getur. Erlent 18.11.2024 10:05 Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Grímuklæddir menn klifruðu í síðustu viku yfir grindverk við Windsor kastala á meðan Vilhjálmur og Katrín, prinsinn og prinsessan af Wales, og þrjú börn þeirra voru sofandi í húsnæði þeirra á lóð kastalans en þau fluttu þangað árið 2022. Erlent 18.11.2024 09:57 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. Erlent 18.11.2024 09:01 Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Krabbameinssérfræðingar í 40 löndum hyggjast taka höndum saman og rannsaka einstaklinga sem hafa greinst með alvarleg krabbamein og lifað lengur en vonir stóðu til. Erlent 18.11.2024 07:56 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. Erlent 17.11.2024 20:13 Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Aðaltalsmaður Hezbollah-samtakanna féll í loftárás Ísraelshers á miðborg Beirút í Líbanon í dag. Ísraelar hafa gert harðar árásir á Líbanon undanfarnar vikur en fæstar þeirra hafa verið á miðborgina. Erlent 17.11.2024 14:21 Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Fjölskylda Malcolms X, blökkumannaleiðtoga sem var myrtur fyrir tæpum sextíu árum, stefndi bandarísku alríkislögreglunni og leyniþjónustunni auk lögreglunnar í New York fyrir að koma ekki í veg fyrir morðið. Erlent 17.11.2024 11:23 Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. Erlent 17.11.2024 09:51 Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. Erlent 17.11.2024 09:12 Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Vólódímír Selenskí, úkraínuforseti segist viss um að stríði Rússa og Úkraínu muni ljúka fyrr en ella í ljósi þess að Donald Trump sigraði bandarísku forsetakosningarnar. Erlent 16.11.2024 18:48 Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Eldur kviknaði á gjörgæsludeild fyrir nýbura á sjúkrahúsi í norðurhluta Indlands með þeim afleiðingum að tíu nýfædd börn fórust og sextán særðust, að sögn yfirvalda. Erlent 16.11.2024 15:05 Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. Erlent 16.11.2024 09:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. Erlent 20.11.2024 15:38
Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Taílensk kona sem myrti fjórtán vini sína og kunningja með því að byrla þeim blásýru var dæmd til dauða í Bangkok í dag. Hún er sögð hafa drepið fólkið til að komast undan skuldum sem hrönnuðust upp vegna spilafíknar hennar. Erlent 20.11.2024 14:21
Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Marine Le Pen, leiðtogi hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakar saksóknara um að reyna að dæma hana til pólitísks dauða í fjársvikamáli á hendur henni. Þá hótar hún því að fella minnihlutastjórn Michels Barnier. Erlent 20.11.2024 12:30
Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka er á meðal þrettán frambjóðenda sem bítast um fjögur sæti miðborgar Dyflinnar á írska þinginu. Hann var nýlega sýknaður af aðild að morði sem hratt af stað gengjastríði árið 2016. Erlent 20.11.2024 09:42
Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið þeim fimm milljónir dala sem frelsar gísl úr prísund sinni á Gasa. Þá lofar hann því að viðkomandi og fjölskylda hans fái að yfirgefa Gasa og komast í öruggt skjól. Erlent 20.11.2024 08:03
Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sarah McBride, fyrsta trans manneskjan til að vera kjörin á bandaríska þingið, sætir nú aðför af hálfu kollega sinna en fulltrúadeildarþingmaðurinn Nancy Mace frá Suður-Karólínu hyggst leggja fram tillögur að reglum um að banna trans konum að nota baðherbergi og skiptiklefa þinghússins fyrir konur. Erlent 20.11.2024 07:18
Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, hefur valið Lindu McMahon til að verða næsti menntamálaráðherra Bandaríkjanna. Mahon er milljarðamæringur og þekktust fyrir að vera einn af stofnendum World Wrestling Entertainment (WWE). Erlent 20.11.2024 06:47
Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. Erlent 19.11.2024 19:22
Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. Erlent 19.11.2024 14:59
Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. Erlent 19.11.2024 11:51
Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. Erlent 19.11.2024 08:46
Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Lögregla í norsku höfuðborginni Osló handtók í gær Marius Borg Høiby, stjúpson Hákonar krónprins, á ný, nú vegna vegna gruns um nauðgun. Erlent 19.11.2024 07:50
Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Ráðist var gegn bílalest 109 flutningabifreiða á vegum Sameinuðu þjóðanna í gær, sem voru að flytja hjálpargögn til Gasa. Ökumenn 97 bíla voru neyddir til að afhenda byssumönnum hjálpargögnin skömmu eftir að hafa ekið um Karem Shalom hliðið. Erlent 19.11.2024 07:27
Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Tugur einstaklinga hefur verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi fyrir að taka þátt í forkjöri sem efnt var til í aðdraganda þingkosninga í Hong Kong árið 2000. Erlent 19.11.2024 06:55
Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virtist í dag staðfesta að hann ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og nota bandaríska herinn til að vísa farand- og flóttafólki, sem hefur ekki heimild til að vera í Bandaríkjunum, úr landi. Erlent 18.11.2024 15:54
Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. Erlent 18.11.2024 13:48
Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun. Erlent 18.11.2024 13:30
Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. Erlent 18.11.2024 11:10
Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Magn fersksvatns á jörðinni hefur ekki komist í fyrra horf eftir að það tók dýfu fyrir rúmum tíu árum samkvæmt gervihnattamælingum. Ekki er talið tilviljun að hnignun ferskvatnsforðans eigi sér stað þegar níu af síðustu tíu árum voru þau hlýjustu sem um getur. Erlent 18.11.2024 10:05
Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Grímuklæddir menn klifruðu í síðustu viku yfir grindverk við Windsor kastala á meðan Vilhjálmur og Katrín, prinsinn og prinsessan af Wales, og þrjú börn þeirra voru sofandi í húsnæði þeirra á lóð kastalans en þau fluttu þangað árið 2022. Erlent 18.11.2024 09:57
Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. Erlent 18.11.2024 09:01
Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Krabbameinssérfræðingar í 40 löndum hyggjast taka höndum saman og rannsaka einstaklinga sem hafa greinst með alvarleg krabbamein og lifað lengur en vonir stóðu til. Erlent 18.11.2024 07:56
Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. Erlent 17.11.2024 20:13
Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Aðaltalsmaður Hezbollah-samtakanna féll í loftárás Ísraelshers á miðborg Beirút í Líbanon í dag. Ísraelar hafa gert harðar árásir á Líbanon undanfarnar vikur en fæstar þeirra hafa verið á miðborgina. Erlent 17.11.2024 14:21
Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Fjölskylda Malcolms X, blökkumannaleiðtoga sem var myrtur fyrir tæpum sextíu árum, stefndi bandarísku alríkislögreglunni og leyniþjónustunni auk lögreglunnar í New York fyrir að koma ekki í veg fyrir morðið. Erlent 17.11.2024 11:23
Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. Erlent 17.11.2024 09:51
Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. Erlent 17.11.2024 09:12
Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Vólódímír Selenskí, úkraínuforseti segist viss um að stríði Rússa og Úkraínu muni ljúka fyrr en ella í ljósi þess að Donald Trump sigraði bandarísku forsetakosningarnar. Erlent 16.11.2024 18:48
Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Eldur kviknaði á gjörgæsludeild fyrir nýbura á sjúkrahúsi í norðurhluta Indlands með þeim afleiðingum að tíu nýfædd börn fórust og sextán særðust, að sögn yfirvalda. Erlent 16.11.2024 15:05
Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. Erlent 16.11.2024 09:01