Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 11.10.2024 08:32 Peskov staðfestir að Rússar hafi fengið Covid-próf frá Bandaríkjunum Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hefur staðfest fullyrðingar blaðamannsins Bob Woodward, sem greinir frá því í nýjustu bók sinni að Donald Trump hafi sent Vladimir Pútín Rússlandsforseta Covid-próf þrátt fyrir skort í Bandaríkjunum. Erlent 11.10.2024 07:41 Ethel Kennedy er látin Ethel Kennedy, ekkja Roberts F. Kennedy er látin, 96 ára að aldri. Kennedy fékk heilablóðfall í síðustu viku og var í aðhlynningu vegna þess þegar hún lést síðastliðin fimmtudag að því er haft er eftir Joe Kennedy III, barnabarni hennar og fyrrverandi þingmanni. Erlent 11.10.2024 07:40 Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. Erlent 11.10.2024 07:05 Banvænustu árásirnar í miðborg Beirút hingað til Ísraelski herinn gerði í kvöld tvær banvænar loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti landsins segir 22 liggja í valnum og að minnsta kosti 117 hafa særst í árásunum en það gerir árásirnar þær banvænustu í miðborg Beirút hingað til í átökum undanfarins árs. Erlent 10.10.2024 23:09 Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. Erlent 10.10.2024 22:14 Gerðu andlitsmynd af stærstu pöddu jarðsögunnar Vísindamönnum hefur í fyrsta skipti tekist að endurskapa haus stærstu pöddu sem verið hefur uppi á jörðinni. Þúsundfætlan, sem gat orðið vel á þriðja metra að lengd, hefur verið þekkt lengi en fræðimenn hafa fram að þessu aðeins getað getið sér til um hvernig haus hennar leit út. Erlent 10.10.2024 15:54 Þrettán látist vegna Marburg-veiru og ekkert bóluefni til Á síðustu tveimur vikum hafa 58 manns greinst með Marburg-veiru í Rúanda. Af þeim hafa þrettán látið lífið. Ekkert bóluefni eða lyf er til gegn veirunni. Erlent 10.10.2024 15:29 Hefur ekki enn þorað út í morgun Milljónir búa við rafmagnsleysi og nokkrir eru látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk yfir Flórídaríki í nótt. Enn er varað við vonskuveðri og miklum flóðum í kjölfar hans. Íslendingur í Tampa slapp betur en á horfðist en hefur ekki enn þorað að fara út og líta yfir eyðilegginguna. Erlent 10.10.2024 12:14 Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. Erlent 10.10.2024 11:30 Fréttamenn í bölvuðum vandræðum í óveðrinu Fellibylurinn Milton gekk á land í Flórída í nótt og hefur valdið miklum skaða. Fjölmiðlar vestanhafs keppast við að fjalla um storminn sem geysar. Nokkrir fréttamenn sem eru á vettvangi hafa lent í bölvuðum vandræðum í óveðrinu. Erlent 10.10.2024 10:55 Skotárás við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg Unglingspiltur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot, eftir að skotum var hleypt af við ísraelska hergagnaverksmiðju í Gautaborg í morgun. Mikill lögregluviðbúnaður var vegna skotárásarinnar en engan sakaði. Erlent 10.10.2024 10:17 Flugstjórinn lést í miðri flugferð Flugvél Turkish Airlines á leið til Istanbúl í Tyrklandi frá Seattle lenti í New York eftir að flugstjórinn lést í háloftunum. Erlent 10.10.2024 10:14 Biden og Netanyahu ræddu aðgerðir Ísrael gegn Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ræddust við í síma í gær, í fyrsta sinn í sjö vikur. Erlent 10.10.2024 07:37 Vaktin: Hvirfilbylir og flóð fylgja Milton Milljónir eru án rafmagns, margir án neysluvatns og nokkrir látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk á land við Sarasota í Flórída í nótt. Milton var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk á land en flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Erlent 10.10.2024 07:02 Milljónir án rafmagns og nokkrir látnir eftir að Milton gekk á land Milljónir eru án rafmagns í Flórída og nokkrir látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk á land nærri Sarasota í nótt. Yfir 100 heimili eru eyðilögð og þá fór þakið af Tropicana Field, heimavelli hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays. Erlent 10.10.2024 06:53 Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Fellibylurinn Milton hefur náð landi í Flórída í Bandaríkjunum. Fjölmargir hvirfilbylir hafa skollið á Flórída í dag, í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. Erlent 9.10.2024 23:30 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. Erlent 9.10.2024 22:34 Ísland sagt „heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar“ Einhverjar allra vafasömustu vefsíður sem finna má á alnetinu eru með heimilisfang skráð á Íslandi, nánar tiltekið við Kalkofnsveg 2 í Reykjavík, þar sem Reðasafnið er meðal annars til húsa. Umfangsmikil fréttaskýring um málið birtist á vef New York Times í dag undir yfirskriftinni „Svona varð Ísland að stafrænu heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar.“ Erlent 9.10.2024 20:43 Gætu ekki flúið þótt þau vildu Óttast er að fellibylurinn Milton, sem skellur á Flórída af fullum þunga í nótt, verði mannskæður og hafi katastrófískar afleiðingar víða í ríkinu. Íslendingur á hættusvæði segir biðina eftir hamförum kvíðvænlega. Hún gæti ekki flúið svæðið þótt hún vildi það; eldsneyti er algjörlega uppurið. Erlent 9.10.2024 19:37 Tvö eftir í leiðtogakjöri breskra íhaldsmanna Val flokksmanna breska Íhaldsflokksins stendur nú á milli tveggja fyrrverandi ráðherra flokksins eftir að James Cleverly, fyrrverandi innan- og utanríkisráðherra, helltist úr lestinni í leiðtogakjöri þeirra í dag. Úrslita er ekki að vænta fyrr en í byrjun nóvember. Erlent 9.10.2024 15:21 Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. Erlent 9.10.2024 13:56 Þrír fá Nóbelsverðlaun fyrir að afhjúpa uppbyggingu prótína Þrír vísindamenn hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á prótínum og samsetningu þeirra. Uppgötvanir þeirra geta meðal annars haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Erlent 9.10.2024 09:55 Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í efnafræði? Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Erlent 9.10.2024 09:15 Biden kallaði Netanjahú „tíkarson“ og „slæman gaur“ Stirðum samskiptum Joes Biden Bandaríkjaforseta við forsætisráðherra Ísraels er lýst í nýrri bók heimsþekkts rannsóknarblaðamanns. Biden er meðal annars sagður hafa kallað Netanjahú „tíkarson“ og „slæman helvítis gaur“ á bak við tjöldin. Erlent 9.10.2024 08:50 X snýr aftur í Brasilíu Hæstiréttur Brasilíu hefur tilkynnt að núgildandi banni gegn X verði aflétt eftir að fyrirtækið samþykkti að greiða fimm milljónir dala í sekt og loka á ákveðna aðganga. Erlent 9.10.2024 08:05 Hugðust ráðast á fjölda fólks á kjördag og deyja píslardauða Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið mann frá Afganistan, sem var búsettur í Oklahoma, í tengslum við fyrirhugaða hryðjuverkaárás á kjördag, 5. nóvember. Erlent 9.10.2024 07:03 Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. Erlent 9.10.2024 06:37 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. Erlent 8.10.2024 23:19 Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. Erlent 8.10.2024 22:24 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 334 ›
Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 11.10.2024 08:32
Peskov staðfestir að Rússar hafi fengið Covid-próf frá Bandaríkjunum Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hefur staðfest fullyrðingar blaðamannsins Bob Woodward, sem greinir frá því í nýjustu bók sinni að Donald Trump hafi sent Vladimir Pútín Rússlandsforseta Covid-próf þrátt fyrir skort í Bandaríkjunum. Erlent 11.10.2024 07:41
Ethel Kennedy er látin Ethel Kennedy, ekkja Roberts F. Kennedy er látin, 96 ára að aldri. Kennedy fékk heilablóðfall í síðustu viku og var í aðhlynningu vegna þess þegar hún lést síðastliðin fimmtudag að því er haft er eftir Joe Kennedy III, barnabarni hennar og fyrrverandi þingmanni. Erlent 11.10.2024 07:40
Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. Erlent 11.10.2024 07:05
Banvænustu árásirnar í miðborg Beirút hingað til Ísraelski herinn gerði í kvöld tvær banvænar loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti landsins segir 22 liggja í valnum og að minnsta kosti 117 hafa særst í árásunum en það gerir árásirnar þær banvænustu í miðborg Beirút hingað til í átökum undanfarins árs. Erlent 10.10.2024 23:09
Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. Erlent 10.10.2024 22:14
Gerðu andlitsmynd af stærstu pöddu jarðsögunnar Vísindamönnum hefur í fyrsta skipti tekist að endurskapa haus stærstu pöddu sem verið hefur uppi á jörðinni. Þúsundfætlan, sem gat orðið vel á þriðja metra að lengd, hefur verið þekkt lengi en fræðimenn hafa fram að þessu aðeins getað getið sér til um hvernig haus hennar leit út. Erlent 10.10.2024 15:54
Þrettán látist vegna Marburg-veiru og ekkert bóluefni til Á síðustu tveimur vikum hafa 58 manns greinst með Marburg-veiru í Rúanda. Af þeim hafa þrettán látið lífið. Ekkert bóluefni eða lyf er til gegn veirunni. Erlent 10.10.2024 15:29
Hefur ekki enn þorað út í morgun Milljónir búa við rafmagnsleysi og nokkrir eru látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk yfir Flórídaríki í nótt. Enn er varað við vonskuveðri og miklum flóðum í kjölfar hans. Íslendingur í Tampa slapp betur en á horfðist en hefur ekki enn þorað að fara út og líta yfir eyðilegginguna. Erlent 10.10.2024 12:14
Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. Erlent 10.10.2024 11:30
Fréttamenn í bölvuðum vandræðum í óveðrinu Fellibylurinn Milton gekk á land í Flórída í nótt og hefur valdið miklum skaða. Fjölmiðlar vestanhafs keppast við að fjalla um storminn sem geysar. Nokkrir fréttamenn sem eru á vettvangi hafa lent í bölvuðum vandræðum í óveðrinu. Erlent 10.10.2024 10:55
Skotárás við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg Unglingspiltur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot, eftir að skotum var hleypt af við ísraelska hergagnaverksmiðju í Gautaborg í morgun. Mikill lögregluviðbúnaður var vegna skotárásarinnar en engan sakaði. Erlent 10.10.2024 10:17
Flugstjórinn lést í miðri flugferð Flugvél Turkish Airlines á leið til Istanbúl í Tyrklandi frá Seattle lenti í New York eftir að flugstjórinn lést í háloftunum. Erlent 10.10.2024 10:14
Biden og Netanyahu ræddu aðgerðir Ísrael gegn Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ræddust við í síma í gær, í fyrsta sinn í sjö vikur. Erlent 10.10.2024 07:37
Vaktin: Hvirfilbylir og flóð fylgja Milton Milljónir eru án rafmagns, margir án neysluvatns og nokkrir látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk á land við Sarasota í Flórída í nótt. Milton var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk á land en flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Erlent 10.10.2024 07:02
Milljónir án rafmagns og nokkrir látnir eftir að Milton gekk á land Milljónir eru án rafmagns í Flórída og nokkrir látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk á land nærri Sarasota í nótt. Yfir 100 heimili eru eyðilögð og þá fór þakið af Tropicana Field, heimavelli hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays. Erlent 10.10.2024 06:53
Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Fellibylurinn Milton hefur náð landi í Flórída í Bandaríkjunum. Fjölmargir hvirfilbylir hafa skollið á Flórída í dag, í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. Erlent 9.10.2024 23:30
Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. Erlent 9.10.2024 22:34
Ísland sagt „heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar“ Einhverjar allra vafasömustu vefsíður sem finna má á alnetinu eru með heimilisfang skráð á Íslandi, nánar tiltekið við Kalkofnsveg 2 í Reykjavík, þar sem Reðasafnið er meðal annars til húsa. Umfangsmikil fréttaskýring um málið birtist á vef New York Times í dag undir yfirskriftinni „Svona varð Ísland að stafrænu heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar.“ Erlent 9.10.2024 20:43
Gætu ekki flúið þótt þau vildu Óttast er að fellibylurinn Milton, sem skellur á Flórída af fullum þunga í nótt, verði mannskæður og hafi katastrófískar afleiðingar víða í ríkinu. Íslendingur á hættusvæði segir biðina eftir hamförum kvíðvænlega. Hún gæti ekki flúið svæðið þótt hún vildi það; eldsneyti er algjörlega uppurið. Erlent 9.10.2024 19:37
Tvö eftir í leiðtogakjöri breskra íhaldsmanna Val flokksmanna breska Íhaldsflokksins stendur nú á milli tveggja fyrrverandi ráðherra flokksins eftir að James Cleverly, fyrrverandi innan- og utanríkisráðherra, helltist úr lestinni í leiðtogakjöri þeirra í dag. Úrslita er ekki að vænta fyrr en í byrjun nóvember. Erlent 9.10.2024 15:21
Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. Erlent 9.10.2024 13:56
Þrír fá Nóbelsverðlaun fyrir að afhjúpa uppbyggingu prótína Þrír vísindamenn hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á prótínum og samsetningu þeirra. Uppgötvanir þeirra geta meðal annars haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Erlent 9.10.2024 09:55
Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í efnafræði? Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Erlent 9.10.2024 09:15
Biden kallaði Netanjahú „tíkarson“ og „slæman gaur“ Stirðum samskiptum Joes Biden Bandaríkjaforseta við forsætisráðherra Ísraels er lýst í nýrri bók heimsþekkts rannsóknarblaðamanns. Biden er meðal annars sagður hafa kallað Netanjahú „tíkarson“ og „slæman helvítis gaur“ á bak við tjöldin. Erlent 9.10.2024 08:50
X snýr aftur í Brasilíu Hæstiréttur Brasilíu hefur tilkynnt að núgildandi banni gegn X verði aflétt eftir að fyrirtækið samþykkti að greiða fimm milljónir dala í sekt og loka á ákveðna aðganga. Erlent 9.10.2024 08:05
Hugðust ráðast á fjölda fólks á kjördag og deyja píslardauða Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið mann frá Afganistan, sem var búsettur í Oklahoma, í tengslum við fyrirhugaða hryðjuverkaárás á kjördag, 5. nóvember. Erlent 9.10.2024 07:03
Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. Erlent 9.10.2024 06:37
Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. Erlent 8.10.2024 23:19
Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. Erlent 8.10.2024 22:24