Erlent Átta sentímetra ormur úr pýtonslöngu fjarlægður úr heila konu Taugaskurðlækninum Hari Priya Bandi brá heldur betur í brún þegar hún fann átta sentímetra langan hringorm í framheila konu á sjúkrahúsi í Canberra í Ástralíu. Erlent 29.8.2023 07:15 Áfram einhverjar tafir vegna bilunar á Heathrow Flugmálayfirvöld í Bretlandi vara við því að enn kunni að verða einhverjar tafir á flugi til og frá Heathrow flugvelli í Lundúnum í dag en flugáætlanir fóru verulega úr skorðum í gær vegna bilunar í tölvukerfi. Erlent 29.8.2023 06:47 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. Erlent 28.8.2023 17:31 „Almenningur á rétt á að þetta mál sé tekið fyrir hratt og örugglega“ Réttarhöldin í máli sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, munu hefjast þann 4. mars á næsta ári. Þetta er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og tveimur sem Jack Smith, áðurnefndur saksóknari, hefur höfðað gegn honum. Erlent 28.8.2023 16:06 Sendir herforingjastjórn Níger tóninn Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að sendiherra landsins í Níger verði ekki kallaður heim, þó herforingjar sem tóku nýverið völd í landinu hafi krafist þess. Macron segir herforingjana ekki hafa umboð til að setja slíkar kröfur fram. Erlent 28.8.2023 13:53 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. Erlent 28.8.2023 11:19 Banna skósíða kyrtla í skólum landsins Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, segist hafa ákveðið að banna stúlkum og konum að klæðast „abaya“, víðum skósíðum kyrtlum í ríkisreknum skólum landsins. Erlent 28.8.2023 08:21 Íbúar Hallstatt mótmæla massatúrisma Íbúar í austurríska smábænum Hallstatt hafa mótmælt þeim gríðarlega straumi ferðamanna sem liggur til bæjarins allan ársins hring. Íbúarnir stöðvuðu í gær umferð um jarðgöng sem er aðalumferðaræðin inn í bæinn. Erlent 28.8.2023 07:47 Stærsti kókaínfundur í sögu Spánar Lögreglan á Spáni lagði hald á tæp 10 tonn af kókaíni í vikunni. Þetta er stærsti eiturlyfjafundur í sögu Spánar. Talið er að 30 glæpasamtök í Evrópu komi að smyglinu. Erlent 27.8.2023 15:16 Árásarmaðurinn í Kristjaníu átján ára Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið átján ára gamlan mann í tengslum við skotárás í Kristjaníu í gærkvöldi. Hann er grunaður um morð og tilraunir til morðs í félagi við óþekktan vitorðsmann. Erlent 27.8.2023 14:00 Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. Erlent 27.8.2023 13:39 Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. Erlent 27.8.2023 11:31 Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Ungur bandarískur karlmaður myrti þrjár svartar manneskjur í verslun í Jacksonville í Flórída í gær áður en hann svipti sig lífi. Lögreglan í borginni segir skotárásina hafa verið hatursglæp framinn vegna haturs mannsins á svörtu fólki. Erlent 27.8.2023 09:34 Schofield sagður stefna á endurkomu á skjáinn og útgáfu ævisögu Phillip Schofield, sem hætti hjá ITV í maí eftir skandal sem tengdist sambandi hans við yngri samstarfsmann, virðist ætla að endurreisa feril sinn með útgáfu ævisögu og endurkomu á sjónvarpsskjáinn á TalkTV. Erlent 26.8.2023 23:47 Fjórir látnir eftir skotárás í Flórída Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í verslun í Jacksonville í Flórída í dag. Ekki er búið að nafngreina skotmanninn en hann ku vera látinn og hafði ritað stefnuyfirlýsingu um áætlanir sínar áður en hann framkvæmdi árásina. Erlent 26.8.2023 23:02 Einn látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Þrítugur karlmaður lést í skotárás tveggja grímuklæddra manna í Kristjaníu í Kaupmannahöfn fyrr í kvöld. Alls voru fimm skotnir, þar af einn lífshættulega en líðan hans er nú stöðug. Skotmennirnir flúðu á rafskútum og eru enn ófundnir. Erlent 26.8.2023 21:24 Umfangsmikil lögregluaðgerð vegna skotárásar í Kristjaníu Lögreglan í Kaupmannahöfn stendur í umfangsmiklum aðgerðum í Kristjaníu vegna skotárásar sem átti sér stað þar klukkan 19:25 að staðartíma. Lögreglan segir að fólk hafi lent í skothríðinni en gefur ekki upp fjölda særðra. Erlent 26.8.2023 19:33 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. Erlent 26.8.2023 19:16 Umfangsmesta leitin að Loch Ness-skrímslinu í fimmtíu ár Umfangsmesta leitin að Loch Ness-skrímslinu í fimmtíu ár fer fram um helgina en nokkur hundruð sjálfboðaliðar hafa boðið fram aðstoð sína við að finna vatnaskrímslið fræga. Erlent 26.8.2023 15:06 Barnalæknar og sálfræðingar vara við nýju Tik Tok-æði Læknar og sálfræðingar í Bandaríkjunum eru afar gagnrýnir á og vara við nýju Tik Tok-æði, þar sem fólki er komið að óvörum þegar egg er brotið á höfði þeirra að því forspurðu. Erlent 26.8.2023 14:01 Reyndi að brjótast út eins og fórnarlamb hans Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. Erlent 26.8.2023 13:33 Leitast við að endurheimta tvö þúsund stolna safnmuni Um tvö þúsund safnmunum hefur verið stolið af Þjóðminjasafni Bretlands síðustu áratugi. Aðgerðum til þess að endurheimta munina hefur verið hleypt af stokkunum. Meðal þeirra safnmuna sem horfið hafa eru gullskartgripir og demantar. Erlent 26.8.2023 13:26 Nær áttatíu handteknir fyrir íkveikjur tengdar gróðureldunum Grísk yfirvöld hafa handtekið 79 manns vegna tilrauna til íkveikja sem tengjast gróðureldunum sem nú loga víða um landið. Eldarnir sem loga nærri hafnarborginni Alexandroupolis eru þeir stærstu sem hafa orðið innan Evrópusambandsins. Erlent 26.8.2023 10:33 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. Erlent 26.8.2023 07:00 Flugriti flugvélar Prígósjíns fundinn Flugriti flugvélarinnar sem fórst nærri Moskvu á miðvikudag hefur verið fundinn auk líkamsleifa þeirra tíu sem voru um borð. Jevgení Prígosjín, leiðtogi Wagner-hópsins, var á farþegalista flugvélarinnar auk undirmanna sinna og áhafnarmeðlima flugvélarinnar. Erlent 25.8.2023 19:42 Óvíst að upplýsingar um þyngd og hæð séu réttar Óvíst er að upplýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í Atlanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post. Erlent 25.8.2023 10:39 Danir banna brennslu trúar- og helgirita Stjórnvöld í Danmörku hyggjast banna brennur trúar- og helgirita á opinberum stöðum, það er að segja á almannafæri. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra brenna fyrir utan erlend sendiráð nú í sumar. Erlent 25.8.2023 10:34 Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa. Erlent 25.8.2023 08:50 Rannsaka andlát 88 einstaklinga í tengslum við „eitursala“ í Kanada Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum telja að minnsta kosti 88 einstaklinga þar í landi hafa látist eftir að hafa verslað efni af „eitursala“ í Kanada. Kenneth Law var handtekinn í maí síðastliðnum og er grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að fremja sjálfsvíg. Erlent 25.8.2023 08:06 Örlítið hækkuð gildi stórauka líkurnar á hjartaáföllum og dauða Einstaklingar á miðjum aldri sem eru í yfirþyngd og með örlítla blóðþrýstings-, kólesteról- eða blóðsykurshækkun eru þrefalt líklegri að deyja fyrir aldur fram en aðrir. Þá eru þeir 35 prósent líklegri til að fá hjartaáfall og heilablóðfall og upplifa þau tveimur árum fyrr en jafnaldrar þeirra. Erlent 25.8.2023 07:20 « ‹ 121 122 123 124 125 126 127 128 129 … 334 ›
Átta sentímetra ormur úr pýtonslöngu fjarlægður úr heila konu Taugaskurðlækninum Hari Priya Bandi brá heldur betur í brún þegar hún fann átta sentímetra langan hringorm í framheila konu á sjúkrahúsi í Canberra í Ástralíu. Erlent 29.8.2023 07:15
Áfram einhverjar tafir vegna bilunar á Heathrow Flugmálayfirvöld í Bretlandi vara við því að enn kunni að verða einhverjar tafir á flugi til og frá Heathrow flugvelli í Lundúnum í dag en flugáætlanir fóru verulega úr skorðum í gær vegna bilunar í tölvukerfi. Erlent 29.8.2023 06:47
Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. Erlent 28.8.2023 17:31
„Almenningur á rétt á að þetta mál sé tekið fyrir hratt og örugglega“ Réttarhöldin í máli sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, munu hefjast þann 4. mars á næsta ári. Þetta er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og tveimur sem Jack Smith, áðurnefndur saksóknari, hefur höfðað gegn honum. Erlent 28.8.2023 16:06
Sendir herforingjastjórn Níger tóninn Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að sendiherra landsins í Níger verði ekki kallaður heim, þó herforingjar sem tóku nýverið völd í landinu hafi krafist þess. Macron segir herforingjana ekki hafa umboð til að setja slíkar kröfur fram. Erlent 28.8.2023 13:53
Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. Erlent 28.8.2023 11:19
Banna skósíða kyrtla í skólum landsins Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, segist hafa ákveðið að banna stúlkum og konum að klæðast „abaya“, víðum skósíðum kyrtlum í ríkisreknum skólum landsins. Erlent 28.8.2023 08:21
Íbúar Hallstatt mótmæla massatúrisma Íbúar í austurríska smábænum Hallstatt hafa mótmælt þeim gríðarlega straumi ferðamanna sem liggur til bæjarins allan ársins hring. Íbúarnir stöðvuðu í gær umferð um jarðgöng sem er aðalumferðaræðin inn í bæinn. Erlent 28.8.2023 07:47
Stærsti kókaínfundur í sögu Spánar Lögreglan á Spáni lagði hald á tæp 10 tonn af kókaíni í vikunni. Þetta er stærsti eiturlyfjafundur í sögu Spánar. Talið er að 30 glæpasamtök í Evrópu komi að smyglinu. Erlent 27.8.2023 15:16
Árásarmaðurinn í Kristjaníu átján ára Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið átján ára gamlan mann í tengslum við skotárás í Kristjaníu í gærkvöldi. Hann er grunaður um morð og tilraunir til morðs í félagi við óþekktan vitorðsmann. Erlent 27.8.2023 14:00
Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. Erlent 27.8.2023 13:39
Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. Erlent 27.8.2023 11:31
Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Ungur bandarískur karlmaður myrti þrjár svartar manneskjur í verslun í Jacksonville í Flórída í gær áður en hann svipti sig lífi. Lögreglan í borginni segir skotárásina hafa verið hatursglæp framinn vegna haturs mannsins á svörtu fólki. Erlent 27.8.2023 09:34
Schofield sagður stefna á endurkomu á skjáinn og útgáfu ævisögu Phillip Schofield, sem hætti hjá ITV í maí eftir skandal sem tengdist sambandi hans við yngri samstarfsmann, virðist ætla að endurreisa feril sinn með útgáfu ævisögu og endurkomu á sjónvarpsskjáinn á TalkTV. Erlent 26.8.2023 23:47
Fjórir látnir eftir skotárás í Flórída Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í verslun í Jacksonville í Flórída í dag. Ekki er búið að nafngreina skotmanninn en hann ku vera látinn og hafði ritað stefnuyfirlýsingu um áætlanir sínar áður en hann framkvæmdi árásina. Erlent 26.8.2023 23:02
Einn látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Þrítugur karlmaður lést í skotárás tveggja grímuklæddra manna í Kristjaníu í Kaupmannahöfn fyrr í kvöld. Alls voru fimm skotnir, þar af einn lífshættulega en líðan hans er nú stöðug. Skotmennirnir flúðu á rafskútum og eru enn ófundnir. Erlent 26.8.2023 21:24
Umfangsmikil lögregluaðgerð vegna skotárásar í Kristjaníu Lögreglan í Kaupmannahöfn stendur í umfangsmiklum aðgerðum í Kristjaníu vegna skotárásar sem átti sér stað þar klukkan 19:25 að staðartíma. Lögreglan segir að fólk hafi lent í skothríðinni en gefur ekki upp fjölda særðra. Erlent 26.8.2023 19:33
Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. Erlent 26.8.2023 19:16
Umfangsmesta leitin að Loch Ness-skrímslinu í fimmtíu ár Umfangsmesta leitin að Loch Ness-skrímslinu í fimmtíu ár fer fram um helgina en nokkur hundruð sjálfboðaliðar hafa boðið fram aðstoð sína við að finna vatnaskrímslið fræga. Erlent 26.8.2023 15:06
Barnalæknar og sálfræðingar vara við nýju Tik Tok-æði Læknar og sálfræðingar í Bandaríkjunum eru afar gagnrýnir á og vara við nýju Tik Tok-æði, þar sem fólki er komið að óvörum þegar egg er brotið á höfði þeirra að því forspurðu. Erlent 26.8.2023 14:01
Reyndi að brjótast út eins og fórnarlamb hans Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. Erlent 26.8.2023 13:33
Leitast við að endurheimta tvö þúsund stolna safnmuni Um tvö þúsund safnmunum hefur verið stolið af Þjóðminjasafni Bretlands síðustu áratugi. Aðgerðum til þess að endurheimta munina hefur verið hleypt af stokkunum. Meðal þeirra safnmuna sem horfið hafa eru gullskartgripir og demantar. Erlent 26.8.2023 13:26
Nær áttatíu handteknir fyrir íkveikjur tengdar gróðureldunum Grísk yfirvöld hafa handtekið 79 manns vegna tilrauna til íkveikja sem tengjast gróðureldunum sem nú loga víða um landið. Eldarnir sem loga nærri hafnarborginni Alexandroupolis eru þeir stærstu sem hafa orðið innan Evrópusambandsins. Erlent 26.8.2023 10:33
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. Erlent 26.8.2023 07:00
Flugriti flugvélar Prígósjíns fundinn Flugriti flugvélarinnar sem fórst nærri Moskvu á miðvikudag hefur verið fundinn auk líkamsleifa þeirra tíu sem voru um borð. Jevgení Prígosjín, leiðtogi Wagner-hópsins, var á farþegalista flugvélarinnar auk undirmanna sinna og áhafnarmeðlima flugvélarinnar. Erlent 25.8.2023 19:42
Óvíst að upplýsingar um þyngd og hæð séu réttar Óvíst er að upplýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í Atlanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post. Erlent 25.8.2023 10:39
Danir banna brennslu trúar- og helgirita Stjórnvöld í Danmörku hyggjast banna brennur trúar- og helgirita á opinberum stöðum, það er að segja á almannafæri. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra brenna fyrir utan erlend sendiráð nú í sumar. Erlent 25.8.2023 10:34
Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa. Erlent 25.8.2023 08:50
Rannsaka andlát 88 einstaklinga í tengslum við „eitursala“ í Kanada Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum telja að minnsta kosti 88 einstaklinga þar í landi hafa látist eftir að hafa verslað efni af „eitursala“ í Kanada. Kenneth Law var handtekinn í maí síðastliðnum og er grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að fremja sjálfsvíg. Erlent 25.8.2023 08:06
Örlítið hækkuð gildi stórauka líkurnar á hjartaáföllum og dauða Einstaklingar á miðjum aldri sem eru í yfirþyngd og með örlítla blóðþrýstings-, kólesteról- eða blóðsykurshækkun eru þrefalt líklegri að deyja fyrir aldur fram en aðrir. Þá eru þeir 35 prósent líklegri til að fá hjartaáfall og heilablóðfall og upplifa þau tveimur árum fyrr en jafnaldrar þeirra. Erlent 25.8.2023 07:20