Erlent

Kettir Ásu fjar­lægðir og komið fyrir í „dauða­at­hvarfi“

Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir.

Erlent

Sendir herforingjastjórn Níger tóninn

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að sendiherra landsins í Níger verði ekki kallaður heim, þó herforingjar sem tóku nýverið völd í landinu hafi krafist þess. Macron segir herforingjana ekki hafa umboð til að setja slíkar kröfur fram.

Erlent

Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman

Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út.

Erlent

Í­búar Hall­statt mót­mæla massa­túr­isma

Íbúar í austurríska smábænum Hallstatt hafa mótmælt þeim gríðarlega straumi ferðamanna sem liggur til bæjarins allan ársins hring. Íbúarnir stöðvuðu í gær umferð um jarðgöng sem er aðalumferðaræðin inn í bæinn.   

Erlent

Stærsti kókaínfundur í sögu Spánar

Lögreglan á Spáni lagði hald á tæp 10 tonn af kókaíni í vikunni. Þetta er stærsti eiturlyfjafundur í sögu Spánar. Talið er að 30 glæpasamtök í Evrópu komi að smyglinu.

Erlent

Græddi tæpan milljarð á fanga­myndinni

Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump.

Erlent

Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum haka­krossum

Ungur bandarískur karlmaður myrti þrjár svartar manneskjur í verslun í Jacksonville í Flórída í gær áður en hann svipti sig lífi. Lögreglan í borginni segir skotárásina hafa verið hatursglæp framinn vegna haturs mannsins á svörtu fólki.

Erlent

Fjórir látnir eftir skot­á­rás í Flórída

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í verslun í Jacksonville í Flórída í dag. Ekki er búið að nafngreina skotmanninn en hann ku vera látinn og hafði ritað stefnuyfirlýsingu um áætlanir sínar áður en hann framkvæmdi árásina.

Erlent

Einn látinn eftir skot­á­rás í Kaup­manna­höfn

Þrítugur karlmaður lést í skotárás tveggja grímuklæddra manna í Kristjaníu í Kaupmannahöfn fyrr í kvöld. Alls voru fimm skotnir, þar af einn lífshættulega en líðan hans er nú stöðug. Skotmennirnir flúðu á rafskútum og eru enn ófundnir.

Erlent

Reyndi að brjótast út eins og fórnar­lamb hans

Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. 

Erlent

Sterk til­hneiging and­stæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram

Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega.

Erlent

Flug­riti flug­vélar Prígó­sjíns fundinn

Flugriti flugvélarinnar sem fórst nærri Moskvu á miðvikudag hefur verið fundinn auk líkamsleifa þeirra tíu sem voru um borð. Jevgení Prígosjín, leiðtogi Wagner-hópsins, var á farþegalista flugvélarinnar auk undirmanna sinna og áhafnarmeðlima flugvélarinnar.

Erlent

Ó­víst að upp­lýsingar um þyngd og hæð séu réttar

Ó­víst er að upp­lýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í At­lanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í um­fjöllun Was­hington Post.

Erlent

Danir banna brennslu trúar- og helgi­rita

Stjórnvöld í Danmörku hyggjast banna brennur trúar- og helgirita á opinberum stöðum, það er að segja á almannafæri. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra brenna fyrir utan erlend sendiráð nú í sumar.

Erlent