Lífið

Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum

Bandaríski grínistinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og fyrrverandi spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brien mun verða kynnir á Óskarsverðlaununum 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akademíunni.

Lífið

Hafa bæði kvatt sín fyrr­verandi og eru al­sæl saman

Leikararnir Hugh Jackman og Sutton Foster eru í sjöunda himni en þau hafa nú bæði kvatt fyrrverandi maka sína og geta því loksins verið saman. Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six segir þau aldrei hafa verið hamingjusamari og hefur þetta eftir ónefndu vinafólki.

Lífið

„Nýja heimsskipanin:“ Leyni­leg á­ætlun um heims­yfir­ráð í undir­búningi?

Sögur af leynilegri valdaelítu sem vinni að því að hneppa heimsbyggðina alla í ánauð hafa lengi verið á sveimi. Í kjölfar ýmissa þjóðfélagslegra áfalla á heimsvísu, svo sem fjármálakrísuna, flóttamannakrísuna og í kjölfar Covid-faraldursins og nú stríða í Úkraínu og Palestínu hafa áhyggjur magnast af því að alþjóðleg elíta illvirkja, oft nefnd „heimselítan,“ vinni að því að koma á alræðisstjórn og hneppa heimsbyggðina undir stjórn fárra útvalinna.

Lífið

HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977

Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 eru komnir í loftið en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Félagarnir í HAM stíga fyrstir á stokk í tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.

Tónlist

Bannað að hlæja: Stressið alls­ráðandi í upp­hafi kvöldsins

Stressið verður allsráðandi hjá fyrstu gestum Audda Blö í kvöldverðarboði hans í fyrsta þætti af Bannað að hlæja sem er sýndur í kvöld. Þar er eina reglan sú líkt og nafnið gefur til kynna að það er stranglega bannað að hlæja og kvöldverðargestir fá stig fyrir að láta aðra hlæja.

Lífið

Katrín og Markus orðin tveggja barna for­eldrar

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech eignuðust sitt annað barn í gær. Fyrir eiga þau eina dóttur, Elísu Eyþóru sem verður tveggja ára í desember.

Lífið

Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í al­vöru liðið svona

Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt…

Lífið

Heitasti plötu­snúður í heimi í Melabúðinni

Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar.

Lífið

Emilíana Torrini ein­hleyp

Söngkonan ástsæla Emilíana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain eru að skilja eftir fimm ára hjónaband. Emilíana hefur í mörg ár verið ein allra vinsælasta söngkona þjóðarinnar.

Lífið

„Á erfitt með að gera mér í hugar­lund eitt­hvað rómantískara“

„Það mikilvægasta af öllu eru að við erum teymi. Við stöndum þétt saman út á við á sama tíma og við leyfum okkur að vera eins og við viljum heima fyrir og inn á við. Við erum alltaf til staðar fyrir hvort annað allt, sama hvað á dynur,“segir Kristín Eva Geirsdóttir lögmaður um samband hennar og eiginmannsins, Sverris Bergmanns Magnússonar, tónlistarmanns og bæjarstjórnarfulltrúa í Reykjanesbæ.

Makamál

„Vinkonusambönd virka aldrei ef það er af­brýði­semi“

Áhrifavaldarnir og raunveruleikastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir eða Jóa eru bestu vinkonur og hafa þekkst í rúm tólf ár. Vinátta þeirra hefur vakið mikla athygli en þær hafa meðal annars verið saman með raunveruleikaþátt, eytt tíma saman á fæðingardeildinni þegar Jóa eignaðist barn og margt fleira eftirminnilegt. Blaðamaður ræddi við þær um vináttuna.

Lífið

Létu ævin­týrið loksins rætast í fiska­búrinu á X-inu

Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 fara í loftið á morgun en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.

Tónlist

Edda Falak gaf bróður sínum nafna

Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn heitir Ómar, í höfuðið á bróður Eddu. 

Lífið

Krasinski er kynþokkafyllstur í ár

Leik­ar­inn og leik­stjór­inn John Kras­inski er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Krasinski við keflinu af leikaranum Patrick Dempsey.

Lífið

Fólk fer of snemma af stað í næsta sam­band

Það er æ algengara að pör búi ekki saman. Sérstaklega þegar þau eru komin yfir miðjan aldur. Þegar pör hætti saman gerist það í langflestum tilvikum að fólk fari of snemma af stað í næsta samband.

Lífið