Umræðan
Að semja um launahækkanir sem reynast tálsýn
Á hinum Norðurlöndunum er það viðurkennt að stjórnmálafólk skiptir sér ekki af kjaradeilum. Það hefur því miður ekki verið leiðarstef hérlendis og nýverið kallaði verkalýðsforkólfur fyrir opinbera starfsmenn eftir þjóðsátt meðal annars um fríar tannlækningar til að hægt verði að ná kjarasamningum. Og lét þar að sjálfsögðu ekki staðar numið um hvernig ætti að haga ríkisfjármálum.
Að óttast ekki hagsældarhnignun með aðgerðaleysi í orkumálum
Gæfan er fallvölt. Engu að síður virðist hópur vinstrimanna ekki óttast hagsældarhnignun – sérstaklega þegar rætt er um orkumál. Ný framvarðarsveit Samfylkingarinnar fellur blessunarlega ekki í þann hóp.
Uppbygging í ólgusjó á hlutabréfamarkaði
Lengst af ársins 2023 var íslenskur hlutabréfamarkaður í ólgusjó. Þar skipti mestu máli hátt vaxtastig, knúið áfram af þrálátri verðbólgu og háum verðbólguvæntingum, sem var dragbítur á markaðinn. Þá bárust fréttir af stærstu skráðu félögunum sem fóru illa í fjárfesta. Áhyggjur af köldu efnahagslífi og heitum kjarasamningunum á næsta ári vofðu yfir markaðnum og alvarlegt stríðsástand í heiminum bætti ekki úr skák.
Heilbrigðisvottorð á fjármálakerfið
Öllum er okkur hollt að fá reglulega utanaðkomandi aðila til að kanna hvort hlutirnir gangi fyrir sig eins og þeir eiga að gera, enda gests augað glöggt. Nokkrar slíkar úttektir sem snúa að íslensku fjármálakerfi voru framkvæmdar á árinu. Rauði þráðurinn í niðurstöðum þeirra er að þær breytingar sem gerðar hafi verið á umgjörð fjármálastarfsemi hér á landi undanfarin ár hafi reynst heillavænlegar.
Að birta fjárhagsupplýsingar á undan ársreikningi
Einn mikilvægasti tímapunkturinn í fjárfestatengslum skráðra félaga er þegar þau birta fjárhagsupplýsingar fyrir árið. Fjárfestar bíða í ofvæni eftir að sjá rekstrarniðurstöðu ársins dregna saman, með umfjöllun um helstu áhrifaþætti og jafnvel horfur á komandi misserum. Hér á landi hefur yfirleitt verið horft á birtingu fjárhagsupplýsinga og ársreikning sem sama hlutinn. Þannig er það samt ekki erlendis.
Hlutabréfamarkaðurinn í millibilsástandi
Í nóvember hækkaði virði Úrvalsvísitölunnar á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði (svonefnt CAPE-hlutfall) í Kauphöllinni lítillega frá fyrri mánuði, og var 26,1 eftir að hafa verið 24,9 í lok október. Hækkunin stafar af hærra virði félaga að baki OMXI10-vísitölunnar fremur en lækkun hagnaðar. Til samanburðar er CAPE-hlutfallið fyrir bandarísku hlutabréfavísitöluna S&P500 liðlega 31 um þessar mundir.
Samskipti skráðra félaga við hluthafa: Vandrataður vegur
Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi góðra og hreinskiptinna samtala á milli stjórnar félags og hluthafa þess. Slík samtöl hafa á undanförnum árum orðið snar þáttur í eigendastefnum fjárfesta, þá sér í lagi stofnanafjárfesta sem kjósa í auknum mæli að beita sér sem virkir hluthafar, auk þess að gagnast stjórnum félaga við að draga fram og öðlast skilning á sjónarmiðum ólíkra hluthafa.
Ríkisskuldabréf og Mark Twain
Ríkisskuldabréf flestra vestrænna landa hafa alla jafnan verið talin með öruggustu eignum í heimi. Þá hafa skuldabréf í mynt þar sem viðkomandi land hefur peningaprentunarvaldið almennt talist sérstaklega öruggur fjárfestingakostur. Það er vegna þess að ef ekki er afgangur af rekstri ríkissjóðs til afborgana þá mun seðlabanki landsins einfaldlega prenta peninga til þess að kaupa skuldabréfið til baka, ekki satt?
Bókun 35 – 101
Umræðurnar nú um bókun 35 eru ein birtingarmynd þessa vanda sem hefur verið til staðar lengi. Fljótt á litið er lagafrumvarpið nú einfaldlega að efna þrjátíu ára gamalt loforð. Það felur ekki í sér neinn undirlægjuhátt eða undanlátssemi, að minnsta kosti ekki umfram það sem orðið er, að sögn hæstaréttarlögmanns. Hvort staðan hafi verið metin rétt með tilliti til „stjórnarskrármálsins“ og raunverulegs vilja landsmanna þá eða nú í ljósi breyttra aðstæðna sé hins vegar önnur umræða.
Verðlagning hlutabréfa lækkaði á ný
Í september lækkaði svonefndur hagsveifluleiðréttur hagnaður (CAPE) sem hlutfall af virði Úrvalsvísitölunnar í Kauphöllinni, eða úr 29,4 í 26,6, sem má rekja til liðlega níu prósenta lækkunar á hlutabréfaverði félaganna að baki vísitölunni.
Hefur lækkun bankaskatts skilað sér til neytenda og fyrirtækja?
Frægt er þegar Henry Kissinger utanríkisráðherra Nixons spurði Zhou Enlai kollega sinn í Kína hvaða áhrif franska byltingin hefði haft. Svar Zhou Enlai var að það væri of snemmt að segja til um það. Þetta hefur verið tekið sem dæmi um að Kínverjar hugsi til langs tíma. Reyndar hefur síðar komið ljós að líklega skildi Zhou Enlai spurninguna þannig að Kissinger væri að spyrja um stúdentauppreisnina 1968 en ekki stjórnarbyltinguna 1789. En sagan er góð.
Afturkippur í verðlagningu hlutabréfa
Eftir að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar var byrjuð að vera betur verðlögð miðað við hagnað þeirra félaga sem standa að baki henni, borið saman við ávöxtunarkröfu ríkisbréfa, þá hefur hún tekið afturkipp á síðustu tveimur mánuðum.
Samkeppnislagabrot skipafélaganna, bótaábyrgð og evrópska skaðabótatilskipunin
Það er ekki nóg að íslenskir ráðamenn fordæmi meint samkeppnislagabrot skipafélaganna, heldur þurfa þeir að sýna í verki að þeir taki hagsmuni neytanda og smærri fyrirtækja fram yfir hagsmuni stórfyrirtækjanna sem sífellt gerast brotleg við lög. Það verður helst gert með því eyða óvissu um réttarstöðu tjónþola í samkeppnislagabrotum og innleiða evrópsku skaðabótatilskipunina nr. 2014/104, að mati tveggja lögmanna.
Stafrænn minimalismi
Við sem einstaklingar getum vissumlega tekið meiri ábyrgð í okkar stafrænu neyslu. Við getum eytt gömlum gögnum og öppum, tekið færri myndir, skráð okkur af ónauðsynlegum póstlistum, sætt okkur við gamla símann og gömlu tölvuna í nokkur ár í viðbót og fleira. Þessar aðgerðir geta haft margvísleg jákvæð áhrif á líf okkar önnur en bara að minnka okkar stafræna kolefnisfótspor.
Að fá betra verð með því að bjóða betra verð
Ágæt regla sem almennir fjárfestar geta tileinkað sér er að nota ekki svokölluð markaðstilboð við kaup og sölu nema að vel ígrunduðu máli, þar sem þau fela í sér að viðkomandi tekur hagstæðasta tilboði – sama hvaða verð eru í boði.
Styttum sumarfrí skóla
Það þarf að lengja skólaárið. Sumarfrí nemenda eru of löng. Það liggur í augum uppi. Athygli vekur að enginn kennari hefur lýst því sjónarmiði yfir í fjölmiðlum eftir að fjallað var um rannsókn sýndi að nemendur sem höfðu lokið fjögurra ára framhaldsskólanámi stóðu sig betur við Háskóla Íslands en þeir sem lokið höfðu sama námi á þremur árum, eins og nú tíðkast.
Annan hring í húsnæðishringekjunni?
Horft fram á við má ætla að til skamms tíma muni hátt vaxtastig halda markaðnum köldum og enn er útlit fyrir verðlækkanir, að minnsta kosti að raunvirði. Gífurleg fólksfjölgun setur hins vegar þrýsting á eftirspurnarhliðina og ef byggingageirinn bregst við hærri vöxtum með því að draga úr uppbyggingu er ljóst að við munum fara annan hring í húsnæðishringekjunni.
Of seint í (frumútboðs)rassinn gripið
Heimamarkaðurinn hefur sannað sig sem öflugur bakhjarl íslenskra vaxtarfyrirtækja og stökkpallur fyrir þau á alþjóðlega markaði. Hefur þar munað miklu um stuðning íslensku lífeyrissjóðanna og getu þeirra til að fjárfesta í hlutabréfum til langs tíma. Við þurfum að halda í þetta og gera enn betur.
Tímabundinn einkaréttur lyfja – framkvæmdastjórn ESB boðar breytingar
Rannsókn og þróun nýrra lyfja er gífurlega tímafrekt og kostnaðarsamt ferli. Hagnaður af fjárfestingum í nýsköpun á sviðinu skilar sér oft ekki fyrr en að áratugum liðnum, en þrátt fyrir það er áríðandi fyrir framför heilbrigðisvísinda að stuðla að því að fjárfestar sjái hag sinn í að halda áfram að styðja við nýsköpun við þróun lyfja.
Þrálátur vandi Pírata
Nú þegar meira en tíu ár eru liðin frá stofnun flokksins höfða þessar áherslur ekki til fólks í sama mæli og þær gerðu, og nafnið sem áður var ögrandi er nú orðið hjákátlegt.
Væntingar um traust ríkisfjármál vinna á verðbólgu
Staðreyndin er sú að ef ríkissjóður er rekinn með halla, þá þarf hann að fjármagna þann halla með útgáfu nýrra skuldabréfa. Þannig eykst framboð ríkisskuldabréfa á markaði, sem aftur lækkar verð þeirra og leiðir til þess að vextir hækka. Eitt skýrasta dæmið um að tiltekt í ríkisfjármálum og trúverðug stefna hafi skilað vaxtalækkun var að finna í forsetatíð Bill Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Eitt evrópskt einkaleyfi og Sameiginlegi einkaleyfadómstóllinn
Einkaleyfi geta verið misviðkvæm fyrir ógildingu og í sumum tilvikum mun einkaleyfishafi ekki vilja hætta á að keppinautur geti „ráðist á“ einkaleyfi hans og fengið það ógilt í öllum 17 ríkjunum með einni málssókn.
Alþjóðahagkerfið sýnir styrk en verðbólga lækkar hægt
Vaxtahækkanir erlendis hafa áhrif hér eins og annars staðar í heiminum. Ef hægir á hagvexti í umheiminum kemur það fljótlega fram í hagvexti hér. Það mun einnig hafa áhrif á fjármögnun þjóðarbúsins í gegnum bankakerfið og beina erlenda fjárfestingu sem verður þyngri og dýrari.
Fyrirtækjakaup sem ekki þarf að tilkynna geta leitt til sekta
Nýfallinn dómur Evrópudómstólsins hefur viðurkennt rétt samkeppnisyfirvalda og dómstóla til að véfengja samruna og yfirtökur markaðsráðandi fyrirtækja á grundvelli reglna um misnotkun á markaðsráðandi stöðu, jafnvel þó ekki sé um tilkynningarskylda samruna að ræða á grundvelli samkeppnisreglna ESB réttar eða aðildarríkja.
Upplýsingaskylda útgefenda skráðra skuldabréfa
Fréttir síðustu daga um fjármál íslenskra sveitarfélaga hafa vakið upp spurningar um hvort og þá hvaða sérstöku reglur gilda um útgefendur skráðra skuldabréfa, þá sérstaklega að því er varðar upplýsingagjöf þeirra.
Þakklætisvottur fyrir fórnfýsi stjórnvalda
Það þykir heldur kræft, og jaðrar satt að segja við ósvífni, þegar ríkisvaldinu nægir ekki lengur að stæra sig af því að hafa útvegað þér hækjur heldur byrjar að rukka fyrir afnotin.
Er rétti tíminn til að stækka við sig?
Það er gjarnan talað um húsnæðismarkaðinn sem eina heild en í raun er eftirspurn eftir mismunandi húsnæði auðvitað ólík eftir aðstæðum og tímabilum. Þegar fólk veltir fyrir sér að stækka við sig er mikilvægt að hafa þetta í huga en stærð stökksins fer m.a. eftir því hversu vel tímasett það er.
Fjölmiðlar þurfa áskriftartekjur, ekki ríkisstyrki
Margir hafa dregið rangan lærdóm af gjaldþroti Fréttablaðsins. Lausnin er einföld og margreynd. Það mun hvorki bjarga fjölmiðlum að ríkisstyrkja þá í meira mæli né taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Rekstrarvandi fjölmiðla verður einungis leystur með vitundarvakningu á meðal landsmanna. Fólk þarf að borga fyrir fréttir. Sú leið er þrautreynd. Á blómaskeiði fjölmiðla var greitt fyrir þjónustuna.
Sinnuleysi í skólamálum
Tryggja þarf að fleiri drengir fái notið sín í skóla og auka þannig möguleika þeirra á að blómstra í lífi og starfi á fullorðinsárum. Það liggur í hlutarins eðli að nemendur sem hætta í framhaldsskóla sækja sér síður háskólamenntun.
Inngrip seðlabanka - eru einhver takmörk?
Nú standa erlendir seðlabankar á milli steins og sleggju með það hvernig þeir bregðast við því ástandi sem upp er komið. Munu þeir leggja áherslu á að bjarga bankakerfinu með björgunaraðgerðum eða munu þeir sýna áframhaldandi aðhald til að ná tökum á verðbólgu og skapa þá mögulega fleiri vandamál í skuldsettu kerfi?