Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 56-61 | Hafnfirðingar fullir sjálfstrausts Arnór Óskarsson skrifar 30. október 2019 22:30 vísir/vilhelm Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu Snæfell, 56-61, í fimmtu umferð Dominos deild kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Fyrir leik voru Haukar með 6 stig í öðru til þriðja sæti deildarinnar en Snæfell í fjórða til sjötta sæti með 4 stig. Leikurinn hófst með mikilli baráttu beggja liða. Bæði Haukar og Snæfell gáfu allt í botn og var varnarleikurinn í fyrirrúmi. Rebekka Rán Karlsdóttir, leikmaður Snæfells, braut ísinn eftir um það bil tveggja mínútna leik og skoraði fyrstu stig leiksins. Þriggja stiga karfa sem kveikti í heimakonum sem voru fljótlega komnar í góðan gír. Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, var þá fljót að taka leikhlé til að stilla strengi. Haukar vöknuðu nú til lífs og staðan eftir fyrsta leikhluta,18-15. Í öðrum leikhluta var hart barist um hvern einasta lausa bolta og virtist spennan magnast með hverri einustu sókn. Haukar komust þó betur í takt við leikinn þegar fór að líða á annan leikhluta og fóru að taka yfir. Hálfleikstölur, 26-33. Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum og sá fyrri. Bæði lið spiluðu hörku vörn og ætluðu ekki að gefa mótherjanum neitt. Snæfell kom stöku sinnum með áhlaup en Haukakonur svöruðu jafnóðum. Fjórði leikhluti var viðburðalítill. Snæfell elti Hauka sem gerði ekki meiri og ekki minna en það sem þurfti til að klára þennan leik. Að lokum þurftu Snæfellskonur að játa sig sigraðar þrátt fyrir ágætis baráttu.aAfhverju unnu Haukar? Haukar eru með skemmtilegt lið sem er stútfullt af efnilegum einstaklingum. Í liði Hauka eru fimm leikmenn úr æfingahóp íslenska landsliðsins. Auk þeirra eru vinnusamir erlendir leikmenn sem eru að komast æ betur í takt við íslenska boltan. Miðað við leikinn í dag má alveg búast við stórskemmtilegu Haukaliði í vetur sem geta verið til alls líklegar á góðum degi.Bestu leikmennn vallarins Eins og í fyrri leikjum var Lovísa Björt Henningsdóttir sterk í liði Hauka. Lovísa skoraði 13 stig og tók 9 fráköst. Ásamt Lovísu skilaði Þóra Kristín Jónsdóttir ágætis framlagi í kvöld. Stigahæst var hinsvegar Sigrún Björg sem var með 14 stig. Í liði Snæfells voru það Chandler Smith, Emese Vida og Gunnhildur Gunnarsdóttir sem drógu vagninn. Rósa Kristín Indriðadóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir átti einnig ágætis spretti.Hvað gerist næst? Bæði Snæfell og Haukar eiga krefjandi verkefni framundan í næstu umferð. Haukar, sem eru taplausar á nýja heimavellinum sínum, fá taplausar Valskonur í heimsókn og verður áhugavert að sjá hvort fyrtsa tap Vals verði mögulega í Ólafssal. Snæfell fær sterka KR-inga í heimsókn en sá leikur verður spilaður á þriðjudaginn í Stykkishólmi.Ólöf Helga: Við kláruðum þetta ekki nógu sterkt Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, var að vonum ánægð en jafnframt raunsæ í lok leiks. Hún taldi breidd liðsins hafa haft veruleg áhrif á útkomuna og fannst að leikurinn hefði átt að spilast betri en raun bar vitni. „Við áttum að taka þetta með miklu meiri mun. Við klúðruðum mörgum sniðskotum og vítum í lokin og við þurfum að fara taka okkur saman í andlitinu og koma betur stemmdar til leiks svo við getum sýnt okkar getu.“, sagði Ólöf Helga. Varðandi fjórða leikhluta bætti Ólöf Helga við: „Þetta var solitið erfið fæðing. Mér fannst leikurinn samt aldrei vera í neinni hættu. Við kláruðum þetta ekki nógu sterkt. Við erum ekki ennþá búnar að finna okkar réttan takt en ég er að vonast til að við séum að finna hann.“ Varðand næsta leik var Ólöf Helga með skýr skilaboð. „Valur er langbesta liðið á landinu og við verðum að vera tilbúnar í þann leik. Það þýðir ekkert að koma með eitthvað hálfkák og ætlast til að geta klúðrað tuttugu sniðskotum. Það bara er ekki í boði því þá erum við að fara tapa leiknum með 50 stiga mun.“Gunnlaugur Smárason: Þetta var mjög harður leikur Gunnlaugur Smárason, þjálfari Snæfells, var ekki sáttur með hittnina hjá sínu liði í kvöld en fannst liðið hafi staðið sig vel í vörn. „Ég vill meina að tíu til tólf galopinn sniðskot hafi farið með þetta hjá okkur í kvöld. Við spiluðum frábæra vörn. Sóknin var bjöguð.“, sagði Gunnlaugur hugsi. „Þetta var harður leikur og bæði lið fengu að komast upp með margt. En kæruleysi og léleg framkvæmt í sóknarleiknum fóru því miður með þetta.“ Gunnlaugur vildi ekki meina að leikmenn hafi orðnir þreyttir undir lok leiks. „Nei, við klikkuðum örugglega úr sex [sniðskotum] í fyrri hálfleik og það kom engin þreyttur inn í hálfleik. Þannig að það getur eiginlega ekki verið. Ég vill heldur ekki trúa því.“, sagði Gunnlaugur ákveðinn og bætti við: „Væntanlega var þreyta á einhverjum tímapunkti í leiknum en þær sýndu það í vörninni að þær voru ekki þreyttar.“ Snæfell mætir KR-ingum í næsta leik og telur Gunnlaugur mikilvægt að allir í sínu liði mæti heilir og einbeittir til leiks. „Vonandi verðum við allar orðnar fullar heilsu og Anna Soffía [Lárusdóttir] mætt aftur á parkettið. Lykilmenn okkar verða að fara vakna aftur til lífs. Við fengum frábært innslag frá Rósu, Rebekku og Tinnu, sem spilaði frábæra vörn, en við þurftum á öllu að halda þegar vantar í liðið.“Gunnhildur Gunnarsdóttir: Við ætluðum okkur að vinna Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, sagði liðið hafa misst einbeitingu í einhvern tíma sem leiddi til þess að erfiðlega gekk að ná tökum á leiknum. „Á heildina litið var leikurinn í kvöld allt í lagi. Það vantaði góða leikmenn í bæði liðinn og þetta var hörku leikur. Við misstum fókus í fimm til sex mínútur og þá bara komu Haukar þessu upp í átján stig og það var erfitt að elta. Það tók mikla orku frá okkur að elta en allt í allt var þetta bara í lagi og eitthvað til að byggja á. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna.“, sagði Gunnhildur. Gunnhildur kallar eftir því að heimavöllur Snæfells verði aftur erfitt viðfangsefni fyrir gestkomandi lið og er vongóð um að það takist með tímanum. „Við verðum að rífa okkur í gang og fara að sanna það að heimavöllurinn okkar sé erfiður. Við höfum ekki náð að gera það nógu vel það sem af er. KR er frábært lið en ég vil líka meina að það búi mikið í okkur. Þannig að við verðum bara að fara rífa okkur í gang.“ Dominos-deild kvenna
Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu Snæfell, 56-61, í fimmtu umferð Dominos deild kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Fyrir leik voru Haukar með 6 stig í öðru til þriðja sæti deildarinnar en Snæfell í fjórða til sjötta sæti með 4 stig. Leikurinn hófst með mikilli baráttu beggja liða. Bæði Haukar og Snæfell gáfu allt í botn og var varnarleikurinn í fyrirrúmi. Rebekka Rán Karlsdóttir, leikmaður Snæfells, braut ísinn eftir um það bil tveggja mínútna leik og skoraði fyrstu stig leiksins. Þriggja stiga karfa sem kveikti í heimakonum sem voru fljótlega komnar í góðan gír. Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, var þá fljót að taka leikhlé til að stilla strengi. Haukar vöknuðu nú til lífs og staðan eftir fyrsta leikhluta,18-15. Í öðrum leikhluta var hart barist um hvern einasta lausa bolta og virtist spennan magnast með hverri einustu sókn. Haukar komust þó betur í takt við leikinn þegar fór að líða á annan leikhluta og fóru að taka yfir. Hálfleikstölur, 26-33. Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum og sá fyrri. Bæði lið spiluðu hörku vörn og ætluðu ekki að gefa mótherjanum neitt. Snæfell kom stöku sinnum með áhlaup en Haukakonur svöruðu jafnóðum. Fjórði leikhluti var viðburðalítill. Snæfell elti Hauka sem gerði ekki meiri og ekki minna en það sem þurfti til að klára þennan leik. Að lokum þurftu Snæfellskonur að játa sig sigraðar þrátt fyrir ágætis baráttu.aAfhverju unnu Haukar? Haukar eru með skemmtilegt lið sem er stútfullt af efnilegum einstaklingum. Í liði Hauka eru fimm leikmenn úr æfingahóp íslenska landsliðsins. Auk þeirra eru vinnusamir erlendir leikmenn sem eru að komast æ betur í takt við íslenska boltan. Miðað við leikinn í dag má alveg búast við stórskemmtilegu Haukaliði í vetur sem geta verið til alls líklegar á góðum degi.Bestu leikmennn vallarins Eins og í fyrri leikjum var Lovísa Björt Henningsdóttir sterk í liði Hauka. Lovísa skoraði 13 stig og tók 9 fráköst. Ásamt Lovísu skilaði Þóra Kristín Jónsdóttir ágætis framlagi í kvöld. Stigahæst var hinsvegar Sigrún Björg sem var með 14 stig. Í liði Snæfells voru það Chandler Smith, Emese Vida og Gunnhildur Gunnarsdóttir sem drógu vagninn. Rósa Kristín Indriðadóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir átti einnig ágætis spretti.Hvað gerist næst? Bæði Snæfell og Haukar eiga krefjandi verkefni framundan í næstu umferð. Haukar, sem eru taplausar á nýja heimavellinum sínum, fá taplausar Valskonur í heimsókn og verður áhugavert að sjá hvort fyrtsa tap Vals verði mögulega í Ólafssal. Snæfell fær sterka KR-inga í heimsókn en sá leikur verður spilaður á þriðjudaginn í Stykkishólmi.Ólöf Helga: Við kláruðum þetta ekki nógu sterkt Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, var að vonum ánægð en jafnframt raunsæ í lok leiks. Hún taldi breidd liðsins hafa haft veruleg áhrif á útkomuna og fannst að leikurinn hefði átt að spilast betri en raun bar vitni. „Við áttum að taka þetta með miklu meiri mun. Við klúðruðum mörgum sniðskotum og vítum í lokin og við þurfum að fara taka okkur saman í andlitinu og koma betur stemmdar til leiks svo við getum sýnt okkar getu.“, sagði Ólöf Helga. Varðandi fjórða leikhluta bætti Ólöf Helga við: „Þetta var solitið erfið fæðing. Mér fannst leikurinn samt aldrei vera í neinni hættu. Við kláruðum þetta ekki nógu sterkt. Við erum ekki ennþá búnar að finna okkar réttan takt en ég er að vonast til að við séum að finna hann.“ Varðand næsta leik var Ólöf Helga með skýr skilaboð. „Valur er langbesta liðið á landinu og við verðum að vera tilbúnar í þann leik. Það þýðir ekkert að koma með eitthvað hálfkák og ætlast til að geta klúðrað tuttugu sniðskotum. Það bara er ekki í boði því þá erum við að fara tapa leiknum með 50 stiga mun.“Gunnlaugur Smárason: Þetta var mjög harður leikur Gunnlaugur Smárason, þjálfari Snæfells, var ekki sáttur með hittnina hjá sínu liði í kvöld en fannst liðið hafi staðið sig vel í vörn. „Ég vill meina að tíu til tólf galopinn sniðskot hafi farið með þetta hjá okkur í kvöld. Við spiluðum frábæra vörn. Sóknin var bjöguð.“, sagði Gunnlaugur hugsi. „Þetta var harður leikur og bæði lið fengu að komast upp með margt. En kæruleysi og léleg framkvæmt í sóknarleiknum fóru því miður með þetta.“ Gunnlaugur vildi ekki meina að leikmenn hafi orðnir þreyttir undir lok leiks. „Nei, við klikkuðum örugglega úr sex [sniðskotum] í fyrri hálfleik og það kom engin þreyttur inn í hálfleik. Þannig að það getur eiginlega ekki verið. Ég vill heldur ekki trúa því.“, sagði Gunnlaugur ákveðinn og bætti við: „Væntanlega var þreyta á einhverjum tímapunkti í leiknum en þær sýndu það í vörninni að þær voru ekki þreyttar.“ Snæfell mætir KR-ingum í næsta leik og telur Gunnlaugur mikilvægt að allir í sínu liði mæti heilir og einbeittir til leiks. „Vonandi verðum við allar orðnar fullar heilsu og Anna Soffía [Lárusdóttir] mætt aftur á parkettið. Lykilmenn okkar verða að fara vakna aftur til lífs. Við fengum frábært innslag frá Rósu, Rebekku og Tinnu, sem spilaði frábæra vörn, en við þurftum á öllu að halda þegar vantar í liðið.“Gunnhildur Gunnarsdóttir: Við ætluðum okkur að vinna Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, sagði liðið hafa misst einbeitingu í einhvern tíma sem leiddi til þess að erfiðlega gekk að ná tökum á leiknum. „Á heildina litið var leikurinn í kvöld allt í lagi. Það vantaði góða leikmenn í bæði liðinn og þetta var hörku leikur. Við misstum fókus í fimm til sex mínútur og þá bara komu Haukar þessu upp í átján stig og það var erfitt að elta. Það tók mikla orku frá okkur að elta en allt í allt var þetta bara í lagi og eitthvað til að byggja á. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna.“, sagði Gunnhildur. Gunnhildur kallar eftir því að heimavöllur Snæfells verði aftur erfitt viðfangsefni fyrir gestkomandi lið og er vongóð um að það takist með tímanum. „Við verðum að rífa okkur í gang og fara að sanna það að heimavöllurinn okkar sé erfiður. Við höfum ekki náð að gera það nógu vel það sem af er. KR er frábært lið en ég vil líka meina að það búi mikið í okkur. Þannig að við verðum bara að fara rífa okkur í gang.“
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu