Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Þór Símon Hafþórsson skrifar 14. september 2019 19:30 Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, lyftir Mjólkurbikarnum. vísir/vilhelm Víkingur R. er bikarmeistari karla eftir að liðið sigraði FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í blautu vindasömu haustveðri í Laugardalnum í kvöld. Sem fyrr segir var smá vindasamt í dag og byrjaði Víkingur leikinn með vindinn í bakið og var því sterkari aðilinn framan af án þess þó að skapa galopinn færi. Besta færi Víkings í fyrri hálfleik fékk Guðmundur Andri er hann slapp inn fyrir vörn FH og átti fast skot að markinu en Daði varði vel. Að sama skapi gekk FH-ingum illa að fóta sig í leiknum á móti vindinum og voru sendingar í fleirtölu á milli manna sjaldséðar. Staðan markalaus í hálfleik og þá var spurningin bara hvort vindurinn myndi snúa leiknum við er liðin skiptu um vallarhelmgina. Svo var hinsvegar ekki er Víkingar héldu áfram að vera með yfirhöndina í kvöld á meðan leikur FH var áfram frekar taktlaus. Og taktleysið átti eftir að sýna sig eftir klukkutíma leik er Þórður Þorsteinn Þórðarsson, leikmaður FH, blakaði boltanum inn í vítateig af einhverjum óskiljanlegum ástæðum og vítaspyrna dæmd. Óttar Magnús Karlsson steig upp að punktinum og smellti boltanum þéttingsfast í bláhornið þannig að engu skipti þó að Daði, markvörður, hafi komið höndum á boltann. Staðan 1-0 fyrir Víkingum og hálftími til leiksloka. Verkefni FH þarna orðið erfitt en það átti eftir að verða nær ómögulegt eftir að Pétur Viðarsson, leikmaður FH, fékk að líta beint rautt spjald fyrir að stíga á bringu Guðmund Andra. Virtist vera slys en óneitanlega klaufalegt hjá Pétri en athygli vakti að það var fjórði dómari leiksins, Ívar Orri, sem tók þessa afdrifaríku ákvörðun. FH því marki og manni undir og Víkingur með pálmann í höndunum. FH satt að segja náði aldrei að ógna marki Víkinga að neinni alvöru eftir þetta og sigur Víkinga fyllilega verðskuldaður er Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, flautaði leikinn af. Víkingar Mjólkurbikarmeistarar 2019 í fyrsta sinn í 48 ár!Bikarmeistarar Víkings 2019.vísir/vilhelmAf hverju vann Víkingur? Þeir voru bara betri frá fyrstu mínútu. Eina ástæða þess að áhorfendur og stuðningsmenn gætu hafa óttast að úrslitin myndu falla á móti Víkingum var einungis sú að gamla góða FH seiglan er afar vel þekkt og það vita allir að það er ekki nóg að bara spila betur en FH til að vinna FH. En þessi seigla var víðsfjarri í dag. Það er engin seigla að gefa vítaspyrnu með sama hætti og Þórður Þorsteinn gerði og Pétur Viðarsson fékk rauða spjaldið á allra versta tíma. Víkingar voru grimmari, beittari og spiluðu ítrekað óhræddir úr öftustu línu og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, á svo mikið hrós skilið hvernig hann hefur fengið þetta unga lið til að spila í sumar. Úrslitin létu á sér standa framan af sumri og margir hefðu misst trúna og leitað í plan B en ekki Arnar. Hann hélt áfram að keyra liðið áfram á þessum fótbolta og það hefur skilað sér í bikar og Evrópusæti. Ég get ekki beðið eftir að fylgjst með Víkingum næsta sumar. Hverjir stóðu upp úr? Allir í Víking stóðu sína plikt. Allir. Þeir eiga allir hrós skilið. Sölvi og Halldór stýrðu vörninni. Guðmundur Andri var stöðugur hausverkur fyrir varnarmenn FH ásamt Óttari og Ágúst Eðvald. Bæði Logi og Davíð voru frábærir í bakverðinum og Þórður Ingason réði við allt sem FH hentu að honum í markinu. Þetta var kannski ekki mesti glans fótbolti sem ég hef séð en Víkingar spiluðu með dug og hugrekki sem ég sá ekki frá FH. Hvað gekk illa?Ef það er ekki augljóst þá ollu FH-ingar mér vonbrigðum. FH hefur lifað fyrir svona leiki í mörg ár að það er skrýtið að sjá þá mæta í svona leik og vera algjörlega bitlausir. Jú þeir geta mögulega verið ósáttir með beina rauða spjaldið (Pétur Viðarsson var samt þá þegar á gulu spjaldi) en þeir töpuðu baráttunni inn á vellinum og einu skiptin sem maður sá glitta í baráttu var í formi einhvers pirrings eftir að Víkingar veiddu þá í brjóta á sér. FH nær mögulega Evrópusæti sem er dýrmætt en það þarf virkilega að stokka upp í þessu liði að mínu mati.Hvað gerist næst? Víkingar eiga líklega eftir að skemmta sér vel í kvöld og fá sér ein-tvö mjólkurglös en svo tekur alvaran við strax eftir helgi er liðið mætir í Árbæinn á miðvikudaginn. FH fær að sama skapi ÍBV í heimsókn er liðið ætlar að herða tökin á 3. sætinu í Pepsi Max deildinni. Mjólkurbikarinn Reykjavík
Víkingur R. er bikarmeistari karla eftir að liðið sigraði FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í blautu vindasömu haustveðri í Laugardalnum í kvöld. Sem fyrr segir var smá vindasamt í dag og byrjaði Víkingur leikinn með vindinn í bakið og var því sterkari aðilinn framan af án þess þó að skapa galopinn færi. Besta færi Víkings í fyrri hálfleik fékk Guðmundur Andri er hann slapp inn fyrir vörn FH og átti fast skot að markinu en Daði varði vel. Að sama skapi gekk FH-ingum illa að fóta sig í leiknum á móti vindinum og voru sendingar í fleirtölu á milli manna sjaldséðar. Staðan markalaus í hálfleik og þá var spurningin bara hvort vindurinn myndi snúa leiknum við er liðin skiptu um vallarhelmgina. Svo var hinsvegar ekki er Víkingar héldu áfram að vera með yfirhöndina í kvöld á meðan leikur FH var áfram frekar taktlaus. Og taktleysið átti eftir að sýna sig eftir klukkutíma leik er Þórður Þorsteinn Þórðarsson, leikmaður FH, blakaði boltanum inn í vítateig af einhverjum óskiljanlegum ástæðum og vítaspyrna dæmd. Óttar Magnús Karlsson steig upp að punktinum og smellti boltanum þéttingsfast í bláhornið þannig að engu skipti þó að Daði, markvörður, hafi komið höndum á boltann. Staðan 1-0 fyrir Víkingum og hálftími til leiksloka. Verkefni FH þarna orðið erfitt en það átti eftir að verða nær ómögulegt eftir að Pétur Viðarsson, leikmaður FH, fékk að líta beint rautt spjald fyrir að stíga á bringu Guðmund Andra. Virtist vera slys en óneitanlega klaufalegt hjá Pétri en athygli vakti að það var fjórði dómari leiksins, Ívar Orri, sem tók þessa afdrifaríku ákvörðun. FH því marki og manni undir og Víkingur með pálmann í höndunum. FH satt að segja náði aldrei að ógna marki Víkinga að neinni alvöru eftir þetta og sigur Víkinga fyllilega verðskuldaður er Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, flautaði leikinn af. Víkingar Mjólkurbikarmeistarar 2019 í fyrsta sinn í 48 ár!Bikarmeistarar Víkings 2019.vísir/vilhelmAf hverju vann Víkingur? Þeir voru bara betri frá fyrstu mínútu. Eina ástæða þess að áhorfendur og stuðningsmenn gætu hafa óttast að úrslitin myndu falla á móti Víkingum var einungis sú að gamla góða FH seiglan er afar vel þekkt og það vita allir að það er ekki nóg að bara spila betur en FH til að vinna FH. En þessi seigla var víðsfjarri í dag. Það er engin seigla að gefa vítaspyrnu með sama hætti og Þórður Þorsteinn gerði og Pétur Viðarsson fékk rauða spjaldið á allra versta tíma. Víkingar voru grimmari, beittari og spiluðu ítrekað óhræddir úr öftustu línu og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, á svo mikið hrós skilið hvernig hann hefur fengið þetta unga lið til að spila í sumar. Úrslitin létu á sér standa framan af sumri og margir hefðu misst trúna og leitað í plan B en ekki Arnar. Hann hélt áfram að keyra liðið áfram á þessum fótbolta og það hefur skilað sér í bikar og Evrópusæti. Ég get ekki beðið eftir að fylgjst með Víkingum næsta sumar. Hverjir stóðu upp úr? Allir í Víking stóðu sína plikt. Allir. Þeir eiga allir hrós skilið. Sölvi og Halldór stýrðu vörninni. Guðmundur Andri var stöðugur hausverkur fyrir varnarmenn FH ásamt Óttari og Ágúst Eðvald. Bæði Logi og Davíð voru frábærir í bakverðinum og Þórður Ingason réði við allt sem FH hentu að honum í markinu. Þetta var kannski ekki mesti glans fótbolti sem ég hef séð en Víkingar spiluðu með dug og hugrekki sem ég sá ekki frá FH. Hvað gekk illa?Ef það er ekki augljóst þá ollu FH-ingar mér vonbrigðum. FH hefur lifað fyrir svona leiki í mörg ár að það er skrýtið að sjá þá mæta í svona leik og vera algjörlega bitlausir. Jú þeir geta mögulega verið ósáttir með beina rauða spjaldið (Pétur Viðarsson var samt þá þegar á gulu spjaldi) en þeir töpuðu baráttunni inn á vellinum og einu skiptin sem maður sá glitta í baráttu var í formi einhvers pirrings eftir að Víkingar veiddu þá í brjóta á sér. FH nær mögulega Evrópusæti sem er dýrmætt en það þarf virkilega að stokka upp í þessu liði að mínu mati.Hvað gerist næst? Víkingar eiga líklega eftir að skemmta sér vel í kvöld og fá sér ein-tvö mjólkurglös en svo tekur alvaran við strax eftir helgi er liðið mætir í Árbæinn á miðvikudaginn. FH fær að sama skapi ÍBV í heimsókn er liðið ætlar að herða tökin á 3. sætinu í Pepsi Max deildinni.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti