Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Sveinn Arnarsson skrifar 27. maí 2014 07:00 Fyrirtæki Ásdísar Höllu sér um heimaþjónustu fyrir Garðabæ Fyrirtæki í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, er í tugmilljóna króna viðskiptum við Garðabæ á hverju ári án þess að útboð hafi farið fram. Fyrirtæki hennar, Sinnum ehf., sinnir heimaþjónustu við aldraða í bænum. Keppinautur fyrirtækisins segir Garðabæ hafa horft framhjá sér. Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Innkaupareglur Garðabæjar kveða á um að meginreglan sé sú að beita skuli útboði við innkaup. Skylt sé að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna kaupa á þjónustu fer yfir 15 milljónir króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði. Það var ekki gert í þessu tilviki og hefur ekki verið gert hingað til. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við ákváðum fyrst að koma þessu í hendur einkaaðila könnuðum við markaðinn og þá kom í ljós að aðeins eitt fyrirtæki sinnir þessum málum á einkamarkaði. Ákveðið var að fara þessa leið á sínum tíma til að bæta þjónustuna við þá sem þurfa á félagslegri heimaþjónustu að halda,“ segir Gunnar. Hann vildi ekki fara út í hvernig bærinn hefði staðið að athugun á fyrirtækjunum. Vinun ehf. hóf störf árið 2007, ári áður en Sinnum ehf. var stofnað, og sinnir svipuðum verkefnum. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar, telur Garðabæ hafa gengið fram hjá henni. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ segir hún. Ásdís Halla Bragadóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, er í tugmilljóna króna viðskiptum við Garðabæ á hverju ári án þess að útboð hafi farið fram. Fyrirtæki hennar, Sinnum ehf., sinnir heimaþjónustu við aldraða í bænum. Keppinautur fyrirtækisins segir Garðabæ hafa horft framhjá sér. Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Innkaupareglur Garðabæjar kveða á um að meginreglan sé sú að beita skuli útboði við innkaup. Skylt sé að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna kaupa á þjónustu fer yfir 15 milljónir króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði. Það var ekki gert í þessu tilviki og hefur ekki verið gert hingað til. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við ákváðum fyrst að koma þessu í hendur einkaaðila könnuðum við markaðinn og þá kom í ljós að aðeins eitt fyrirtæki sinnir þessum málum á einkamarkaði. Ákveðið var að fara þessa leið á sínum tíma til að bæta þjónustuna við þá sem þurfa á félagslegri heimaþjónustu að halda,“ segir Gunnar. Hann vildi ekki fara út í hvernig bærinn hefði staðið að athugun á fyrirtækjunum. Vinun ehf. hóf störf árið 2007, ári áður en Sinnum ehf. var stofnað, og sinnir svipuðum verkefnum. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar, telur Garðabæ hafa gengið fram hjá henni. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ segir hún. Ásdís Halla Bragadóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira